Amman aftur

Ég hitti ömmu Dewey aftur um daginn. Ég sagði við hana þegar ég kvaddi hana í Keflavík síðast að ég myndi nú kannski bara koma að sækja hana til Boston í næsta mánuði. Hún varð nú bæði hissa og glöð þegar hún sá mig taka á móti sér þegar hún gekk um borð í flugvélina. Svo ræði hún sér hreinlega ekki af kæti þegar ég mundi hvað hún hét, heilsaði henni því með nafni, tók af henni töskuna og leiddi hana til sætis. Ég held hreinlega að ég hafi eignast nýja vinkonu til lífstíðar enda sagði hún mér seinna á fluginu alla ferðasöguna. Svona fyrir þá sem vilja vita, þá ætlar þessi nýja vinkona mín ekki að heimsækja dóttur sína og dótturson að ári, heldur ætla þau að koma til hennar. Ég bað hana vinsamlegast um að senda Dewey með flugfélaginu mínu. Það fannst henni vel til fundið, sérstaklega ef ég myndi sækja dótturson hennar.

Annars átti Pétur vinur minn þrítugsafmæli í gær og hélt af því tilefni heljarinnar boð heima hjá sér. Ég aðstoðaði örlítið við undirbúning, meðal annars að útbúa sushi og litlar rækjukökur. Að boðinu loknu var farið niður í bæ þar sem ég rakst á tvo áhugaverða drengi sem ég þekkti ekki en skælbrostu þegar þeir sáu mig. Þeir komu strax til mín, sögðu mig hafa verið flugfreyjuna sína á fluginu sínu um daginn og þeir yrðu bara að þakka mér fyrir gott flug. Mér þótti vænt um þetta, enda voru þeir báðir fjallmyndarlegir, ekki oft sem fólk sýnir þakklæti sitt. Þetta minnti mig örlítið á þá stund þegar ég að skemmta mér á Sólon sumarið 2003 og stelpa vindur sér að mér til þess að tjá mér það að hún elski hreinlega að lesa bloggið mitt. Ég hafði aldrei séð stelpuna áður eða vissi nokkur deili á henni. Ertu hér enn ljúfan mín?

Annars þætti mér gaman að því ef fólk ritaði nafn sitt í gestabókina, ef það hefur ekki látið vita af sér í athugasemdakerfinu sem fylgir hérna hverri færslu. Þið vitið hver þið eruð, þið eruð áreiðanlega sneggri að kvitta en ég að skrifa fyrir ykkur. Hlakka til þess að vita hverjir mæta hingað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kvitta ekki neitt hjá neinum sem ekki hefur link á mig. Og hananú!

Herra Kjáni (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 19:37

2 identicon

þú þarna HÖNK háloftanna....á hvaða flugi ertu eiginlega ? ég flyg cirka 12 sinnum á ári til London og Germany....hvar ertu þú yndisfagri air-sex-hönk ?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 22:23

3 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Hæ Þórir, búinn að bæta tengil yfir á þína síðu, sérðu hvað þú trónir hátt yfir aðra tengla?

Hver ertu Jón? Ég flyg svo mikið með skandinavíska "venner" en geri mér nú stundum ferð til Frankfurtar þegar vel viðrar. Helsinki er það nú samt í fyrramálið.

Guðlaugur Kristmundsson, 27.5.2007 kl. 22:38

4 identicon

Þú átt að skrifa bók, Gulli! Þú ert svooooo fyndinn og ert með einstaka frásagnargáfu! Hlakka til að hitta þig í næsta hommapartýi! Liz

Lízella (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 00:35

5 identicon

elsku gullinn minn,
kvitt fra mer,
sakniknus,
olof (tharna af sambylinu)

olof (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 07:34

6 identicon

...bara Fan af skrifum þínum, ert greinilega mikill gleðigjafi og flottur.....vinastor og skemmtilegur.....var formaður en er atvinnulaus nuna....Helsinki ? meira skítapleisið...

Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 11:27

7 Smámynd: Anna Sigga

æ skal gjöf gjalda ;)

Anna Sigga, 28.5.2007 kl. 15:58

8 identicon

Takk fyrir yndislegt tjatt og endalaust tyggjójapl í ammóinu hjá Pétri...

Árni Grétar (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 16:56

9 Smámynd: Marta

sushi, namm...

Marta, 29.5.2007 kl. 00:29

10 identicon

Ég er nú alltaf hér krúttið mitt...  og svo veit ég fyrir víst að systir mín elskar að lesa bloggið þitt og væri hún líkleg til að heilsa þér ef hún myndi mæta þér... bara af því henni finnst og langar að þekkja þig hahahaha :)

Aldís (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 16:09

11 identicon

Les, alltaf

Una (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 18:31

12 identicon

kvitt 

Heiðrún Sigrún (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 22:49

13 identicon

Ég les ennþá :-)

Elín Björk (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 14:37

14 identicon

Hæ þú gordjös!

 Það er náttla algjört möst að kíkja reglulega á þessa síðu, þó ekki nema bara til að berja augum myndina af þér í tjaldinu! Þar að auki ertu með skemmtilegri pennum og mikið hrikalega væri ég til í nokkur flug með þér - bara snilld. Nú eða eina rútuferð í bæinn til að ræða málin ;)

Hlakka til að sjá þig sveittan í ræktinni með tösku í stíl við átfittið!

 Hafðu það hrikalega gott.

Knús,

KBH

KBH (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 23:46

15 identicon

Sæll, ég les. Heilinn brakar af áreynslu við að finna upp á einhverju fyndnu en það bara kom ekkert. Sorrý.

Jón Eggert (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 03:02

16 Smámynd: Magidapokus

Ég les úr lófa mínum.. eða var það þínum

anyway... þá kvitta ég hér með  

Magidapokus, 1.6.2007 kl. 16:59

17 identicon

Kvitta alla vega fyrir mig, góða skemmtun í Canada

Óli G (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 23:48

18 identicon

Ég les bloggið þitt reglulega, finnst þú snilldarpenni og alltaf jafn fyndinn

Góða skemmtun í Kanada!

Freyja Þorkels (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband