Evrópukeppni frá Ameríku

Það er sko sannarlega enginn blús í gangi þegar þetta er skrifað heldur Evróvísonkeppnin og kosningar. Ég sit með stöpula tengingu í Orlando að horfa á síðustu lögin á sama tíma og ég klæði mig upp fyrir heimferðina. Ég kem heim í fyrramálið þegar niðurstöður kosninganna liggja vonandi fyrir. Ég kaus fyrir nærri þremur vikum þegar ég hafði ákveðið mig. Ég hreinlega ákvað að drífa mig til utankjörfundar áður en að ég yrði sturlaður af valkvíða.

Ég sagði það fyrstu mánuðina mína í starfinu mínu sem flugfreyja að ég myndi ekki hætta í þessari vinnu fyrr en eitthvað barn myndi teikna handa mér mynd og gefa mér. Það gerðist í gær. Íslensk stelpa málaði og merkti mér mynd á sama tíma og hún þakkaði mér fyrir skemmtilega flugferð. Fíll að vökva blóm var myndefnið sem varð fyrir valinu. Vélin var að þessu sinni yfirfull af vinum vina minna eða ættingjum, sem allir gáfu sér á tal við mig sem gerði rúmlega sjö tíma flugið til Orlando skemmtilegra og eftirminnilegra.

Evróvisionkeppnin finnst mér skemmtileg í ár þó að mér finnist ljósasýningin á sviðinu yfirþyrmandi. Mér finnst Díana prinsessa frá Hvíta-Rússlandi fallegust. Ég vildi óska að ég ætti jafn meðfærileg "trolley" og Bretarnir. Ég vildi að finnski kynnirinn myndi kynna eitthvað meira fyrir mér en þessa keppni. Og þá meina ég ekki hommafælna íslenska kynnirinn Sigmar, sem má hætta að skemma keppnina fyrir mér með hommafælni sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir símtalið í gær, ekki á hverjum degi sem maður fær símtal frá Orlando.

Og bara svo þú vitir það þá tók ég ekki Lenu-dansinn í gær, tók alla aðra Júróvisjóndansa að ég held, en ekki Lenu :-)

Herra Kjáni (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Kvitt

Brynja Hjaltadóttir, 13.5.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Eurovision......hefði verið snilld að hafa  þig með mér í sveiflu við Úkraínska lagið sem nágrannar okkar eru svo heppnir að hafa kynnst fyrir 2.mánuðum. Já fólk er heppið að eiga okkur að:)

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 14.5.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband