Stjörnur Alþingis

Í síðustu viku bankaði rannsóknarlögreglumaðurinn af efri hæðinni hjá okkur hjónaleysunum. Ég var nýkominn heim úr vinnu. Ég var því hálf ruglagður eftir að Brynjar vakti mig af síðdegisblundinum. Honum getur legið lár rómurinn stundum og það vildi til að það var þannig í þetta skiptið. Hann bar upp spurningu sem ég greinilega misheyrði en áttaði mig ekki á því fyrr en seinna, þegar ég át upp eftir honum, og nokkuð hátt: Hvað segjiru Brynjar minn? Þarftu að þrífa á þér stjörnuna? Nei, ég held að það sé ekki til neitt sérstök rassasápa, en þú getur áreiðanlega notað venjulega sápu. Brynjar varð nokkuð rauður í framan og náði ekki að svara mér, heldur bara potaði mattri lögreglustjörnu framan í mig. Hann hafði því spurt hvort að ég ætti sápu fyrir stjörnuna sína, en átti þá ekki við prívatpartinn á sér heldur lögreglustjörnuna á húfunni sinni. Hann vantaði fægjilög til þess að gera hana skínandi hreina, enda væru nú að byrja æfingar fyrir heiðursvörð fyrir setningu Alþingis.

Í dag höfum við konan mín verið dugleg við að pakka niður. Enda er stefnan tekin á Halifax í tæpa viku seinnipartinn í dag. Það eru fimm klukkutímar í brottför en við erum að fullu tilbúin. Við höfum pantað okkur rauðan Ford Mustang blægjubíl og keyra um sveitir Novia Scotia, ætlum að fara í frægasta leikhús Kanadamanna að sjá Beauty and the Beast, borða á skemmtilegum veitingastöðum og jafnvel kíkja á tónlistarhátíð sem þar er í gangi. Ég var búinn að senda tölvupóst á Halifax Pride og biðja um að hátíðin yrði færð frá júlí yfir til þessarar helgar, en þeim fannst fyrirspurn mín skemmtileg en óframkvæmanleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...ertu s.s. genginn út hetja háloftanna ??? damn....hvar er myndin af kellingunni þinni ????

Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Hugarfluga

Góða útferð, Gulligull!!  Lovjú!

Hugarfluga, 31.5.2007 kl. 20:09

3 identicon

AHAHAHAHA þrífa á þér stjörnuna.......nei hættu nú alveg!!!

Anna Margrét (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 10:35

4 Smámynd: Ólafur fannberg

góða ferð háloftagúru.....

Ólafur fannberg, 1.6.2007 kl. 17:10

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Hehehe...

Brynja Hjaltadóttir, 3.6.2007 kl. 12:12

6 identicon

Halló sæti. Þú ert væntanlega að krúsa núna um í rauðum Ford Mustang blægjubíl í Novia Scotia. Vona að þú hafir það alveg brjálæðislega gott og skemmtilegt. Skil nú ekkert af hverju það ætti ekki að vera hægt að færa eins og eina stórhátið og fagna komu þinni. Þeir vita nú bara ekkert hvað þeir eru að missa af Knús og kossar héðan frá China

Stefanía (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 09:37

7 identicon

Jón Spæjó (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 11:06

8 identicon

Hahahahah, Gulli minn þú ert nú alveg bestur!!

 (ein með samviskubit frá síðustu færslu)

En aniveisss, alltaf gaman að lesa skrifin þín elsku kúturinn minn, lov ya

Lilja (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband