Blús

Þegar maður er blúsaður þá er eins og maður verði áskrifandi að hrósyrðum frá góðum vinum. Þetta fékk ég sent í gærkvöldi, alveg á hárrétum tíma:

þú hefur plön
þú ert ákveðinn
lætur ekki stjórnast að öðrum, ferð þínar eigin leiðir
ert stabíll, besti vinur sem hægt er að óska sér
þú ert úr sveitinni
þú ert ekki þessi venjulegi hommi
þú hefur framtíðarplön
þú ætlar að gera góða hluti og ert að gera góða hluti
fólk lítur upp til þín
þú ert fyrirmynd margra
á ég að halda áfram?

Ég og sambýliskonan vorum að fjárfesta í ferð til Halifax í lok mánaðarins. Þjónustufulltrúinn minn í bankanum var svo æðislegur að gefa mér 20.000 vildarpunkta á sama tíma og Vörðufélagar fengu tilboð um flug til Kanada fyrir 25.000 punkta. Það liggur við að ég komi út í plús. Ég er búinn að senda póst og biðja um að það verði haldið GayPride þar ytra helgina sem ég verð þarna úti, svona í tilefni þess að ég sé að koma. Hef ekki fengið svar en ég er enn vongóður, hef heyrt að Kanadabúar séu vænsta fólk. Svo fundum við okkur svo flott hótel, þar sem súkkulaði á herbergjum og hannaðir baðsloppar eru staðalbúnaður. Við báðum um íbúð ofarlega og með sjávarútsýni. Einnig var hægt að biðja um leikgrind, hún fengist ókeypis, en því höfnuðum við. Vonandi fáum við bara meira súkkulaði í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þú ert svo yndislegur. Er búin að vera að lesa bloggið þitt í nokkurn tíma og haft gaman af , en núna er ég með bágt í mallanum, því óskin var að þú birtist skyndilega í vélinni til Búlgaríu þann 28 mai, og læknaðir mig af flughræðslu með þinni skemmtilegu nærveru, en kannski einn góðan veðurdag.....ég veit ekki einu sinni hjá hverjum þú ert að vinna 

Vona að Halifax taki vel á móti þér og þínum, kveðjur að norðan.

Sóley (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 13:00

2 identicon

hae saeti minn... ég er kominn til Svílands... verd fram á mánudag. Takk fyrir talhólfskvedjuna hún var falleg.

ásgeir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 14:42

3 identicon

Oh þú ert frábær - svo yndislega gaman að lesa færslurnar þínar. Eitt af því sem kemur mér í gegnum erfiðu tímana hér úti er að heyra í fólki á msn eða lesa skemmtilegar bloggfærslur vina heima á klakanum - þú ert pottþétt einn af þeim bestu í því efni

Stefanía (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband