Áhugavert samferðafólk

Mér þykir óstjórnlega gaman í vinnunni minni. Í upphafi hvers vinnudags set ég mér nýtt persónulegt markmið sem ég framfylgi þann daginn. Markmiðið getur verið af ýmsum toga en yfirleitt er það til þess að gefa sjálfum sér spark í rassinn og vera á tánum. Ég vona svo að ómeðvitað taki ég upp þessa breytta hegðan ósjálfrátt næstu daga.

Eitt skemmtilegasta viðfangsefnið mitt eru viðskiptavinirnir. Ef ég hef staðið mig vel undanfarið leyfi ég mér að velja verkefni dagsins í þeim málaflokki. Ég ákvað að einn daginn skyldi ég gefa mér af einum viðskiptavini sem væri einn og myndi grípa því feginshendi að spjalla við mig. Eftir að allri formlegri þjónustu lauk var ég búinn að átta mig á því að það væri sænsk kona sem væri líklega sá viðskiptavinur sem tæki því fegnust að ég gæfi mér að henni.

Ég held að ég hafi setið hjá konunni í háan klukkutíma, en hún reyndist vera á leið til Boston í sína árlegu ferð að heimsækja dóttur sína og barnabörn. Hún hefur ferðast þetta með fyrirtækinu mínu á fimmta ár, eða alveg frá því að maðurinn hennar féll frá, hann vildi alltaf fljúga í gegnum London og fljúga með Virgin, en hún er ekki nógu sleip í ensku, treystir sér heldur ekki í gegnum þennan stjóra flugvöll þar sem enginn talar sænsku. Þess vegna líkar henni svo vel við fyrirtækið mitt, þar sem allir skilja sænskuna hennar og hún er aldrei fyrir. Maðurinn hennar dó úr krabba en þegar hann dó leigði hún út hluta hússins til þess að þurfa ekki að flytja, því henni þykir svo vænt um garðinn. Henni líkar vel í Boston, en leiðinlegast þykir henni að geta ekki talað enskuna nógu vel.

Þegar lengra komst á samtalið og hún hafði spurt frétta af mér líka sagði hún mér að baranbarn sitt væri leikari og léki Dewey í Malcolm in the Middle, hvort ég kannaðist við þáttinn. Ég hélt það nú og mikið var hún glöð, var ekki viss um að þátturinn væri sýndur á Íslandi. Augun blikuðu held ég dýpra eftir að hún vissi að sonur sinni væri ekki bara þekktur yfir gjörvöll Bandaríkin, heldur líka á Atlantshafsskerinu rétt undir heimsskautsbaug. Dewey sem heitir Erik réttu nafni og er að verða 15 ára. Tökum á þátttunum er nú lokið en eitthvað er um ósýnda þætti. Sænska amma á alla þættina, en hún horfir á þá sænsk textaða.

Rétt fyrir lendingu í Keflavík höfðum við nýja vinkona mín fyllt út tolla og innflutningspappírana fyrir hana, svo hún næði nú að slaka á í næsta flugi og lesa bókina. En hún var mikið fegin að geta sparað hana á þessum fluglegg, því að bókin væri það spennandi að hún myndi annars ekki endast alla leiðina til Boston. Sænska amma ætlar að vera þar í sjö vikur. Það gladdi mig mikið hvað hún hvaddi mig með hlýju augnarráði og aðdáun þegar hún greip þéttingsfast í höndina á mér og kvaddi mig á fallegri sænsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Enda er svo auðvelt og gott að tala við þig, Gulli minn með fallegu augun sín

Hugarfluga, 3.5.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Takk Hugarfluga! Ég sakna augna þinna. Við meyjurnar þurfum að hella upp á kaffi þegar prófatörn hjá mér lýkur.

Guðlaugur Kristmundsson, 3.5.2007 kl. 15:02

3 identicon

Elsku ljúflingur, þú ert jafn fallegur að innan sem utan. Það er fólk eins og þú sem gerir daginn skemmtilegan fyrir áhöfn sem og farþega. Það er nefnilega ALLTAF einhver skemmtilegur um borð, trikkið er bara að finna hann :) Hugsaðu þér hvað við verðum falleg og skemmtileg saman við farþegana á leiðinni til BOS, kannski verður George Michael með okkur?? Kannski. Ef svo er þá veistu að ég á hann. Mine, all mine I say! Tel niður dagana.

Mússímúss, Cameron Diaz. 

Harpa Hjartar (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 23:13

4 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Já sæl Anna, við erum líklega búin að frétta of mikið af hvoru öðru í gegnum tíðina en þarna var tími okkar loksins kominn. Þá þurfti ég endilega að vera rjúka í gegnum flugstöðina með matareitrun...

Cameron Diaz, aka HHJ: fegurðarstoppið til Boston verður greipt í stein. Fægðu bláu hælana Dóróthea, því við förum til Oz!

Guðlaugur Kristmundsson, 4.5.2007 kl. 01:30

5 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Ha ha Gullið mitt þú ert svo mikið  ljós hr ég mingla við alla meir að segja póstkonuna okkar.

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 4.5.2007 kl. 08:12

6 identicon

ooh þú ert svo mikið krútt...

Erla (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband