Mánudagur, 7. apríl 2008
Rósarblaðabað
Það er alltaf svolítið erfitt að byrja að blogga aftur eftir gott hlé. Bæði er það einhvern veginn þungt að koma sér af stað, en einnig er svo margt búið að gerast að flókið er að ákveða á hverju eigi að byrja. Sögur hafa hlaðist upp í kollinum á mér og ég hef verið einstaklega duglegur og iðinn við það að koma mér í aðstæður til þess að kynnast nýju fólki og sjá nýja staði.
Einn af þessum stöðum var Stykkishólmur. En þangað fór ég ásamt systur minni á árshátíð aukavinnunnar minnar um eina helgi. Ég og Vala vorum ekki lengi inni á hóteli þegar þangað var komið, heldur örkuðum í bæinn til þess að skoða höfnina, húsin, göturnar og mannlífið. Það var einhvern veginn alveg nóg um að gerast, það hafði verið jarðaför fyrr um daginn þannig að fánar voru dregnir að hún á hverri stöng sem kom ákveðnum hátíðarbrag á bæinn. Höfnin var falleg og róleg, snjór yfir öllu. Við þræddum göturnar og skoðum byggingarnar eins og við værum í opinberri sendiferð til úttektar á húsbyggingum í fjórðungnum.
Það sem var skemmtilegast var að sjá að ein gatan var notuð undir snjó. Henni er greinilega lokað yfir veturinn þegar snjóþungt er og þangað mokað öllum snjó af nærliggjandi götum. Gatan opnast svo sjálfkrafa þegar snjóa leysir. Einfalt, ódýrt og bráðskemmtileg hugmynd sem nota mætti víðar. Snjór er nefnilega eðlilegt veðurfyrirbæri, það gleymist oft.
Um kvöldið var þrælskemmtileg skemmtidagskrá yfir sæmilegum mat en við tók skemmtun sem að dróst fram yfir hefðbundinn morgungegningartíma í sveitum, allavega á suðurlandi. Það var því þreyttur mannskapurinn sem að tók rútunu í bæinn um hádegið, hálf- eða ósofinn. Ykkar ástkær tók sig til og var með danskennslu um það leyti sem að hótelstarfsmenn vildu ljúka hátíðarhöldum, þannig að við bættist einn klukkutími af misjöfnum útfærslum á túlkun tónanna sem stöðugt hækkuðu.
Ég náði til dæmis nokkrum myndarlegum mönnum úr bindinu sínu, opna skyrtuna sína og setja bindin á höfuðið sitt, bara svona til þess að slá upp betri stemningu.
Skemmtinefndin fór mikinn og var búin að undirbúa mjög mikið. Nokkrir fengu hefðbundin verk fyrir kvöldið, til dæmis með óvæntum uppákomum, spurningum og óeftirbeðnum álitum. Það sem var nýtt fyrir mér var að tvær fengu það hlutverk að reyna búa til skandal eða eitthvað eftirminnilegt. Einhverra hluta vegna varð ég fyrir valinu. Þeim þótti alveg tilvalið að reyna koma mér og ónefndum saman í heillagt hjónaband þetta kvöld. Við vorum til að mynda skipaðir saman í nefnd sem virtist ekki hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Síðar um þetta kvöld voru lagatextar, leikþættir og handjárn notuð til þess að koma þessu uppátæki til skila.
Langar í lokin að segja fólki sem býr í Kenýa að súrmjólk á Íslandi er kominn í plastbrúsa með skrúfuloki.
Athugasemdir
Góð saga ;) Lést mig alveg fá löngun til að fara skoða landið okkar.
Magnað með súrmjólkina, þú ert ekki aðeins að tilkynna fólki í Kenýa það heldur einnig fólki í Önundarfirði :)
Miss you sætabrauð
Anna Sigga, 8.4.2008 kl. 09:27
Surumjolk....her er thetta bara eins og i gamla kaupfelaginu. Madur fer og faer surumjolk eda mjolk i poka sem er bundid fyrir. .....luxus tarna a islandi
\Kv Bitri Kenyubuinn heheh
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:05
hae astin min
hedan fra Nyja Kastalanum er allt ljomandi ad fretta. Her er eg kominn med vinnu seinnihlutann af mai og juni. Kom sa og sigradi! Um helgina verd eg i Amster (ef thu vilt strauja med mer) hehehe.
gaman ad sja thig aftur i netheimum, eg sakna surmjolkur
knus,
asgeir
Asgeir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.