Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Rómantísk helgi
Ég sit úti í Leifstöð og er að slaka á eftir að hafa tekist á við vindinn á Reykjanesbrautinni. Eftir öráa tíma verður hin útringda og kalda Amsterdam heimsótt öðru sinni á innan við mánuði. Þessi borg er farin að toga mig ískyggilega mikið til sín. En nánari útskýringar á því getið þið bara fengið síðar. Ef þið haldið að það sé grasið, þurfið þið að hugsa ykkur betur um.
Undanfarna daga hef ég verið að vinna mikið í aukavinnunni minni sem er skrifstofustarf. Ég er með nokkuð frjálsa mætingu en ég sé um ákveðið verkefni sem þarf að klára innan ákveðins tímaramma. Ég er búinn að vinna þarna í nokkur ár, en síðasta mánuðinn hef ég verið að mæta seint yfir daginn og jafnvel bara að mæta nývaknaður, ósturtaður og með allar stýrurnar. Þetta fannst yfirmanni mínum tilefni til þess að spyrja mig nánar út í hagi mína. En hún taldi nærri víst að með þessu breytta háttalagi mínu hlytu hagir mínir að hafa breyst og ástæða þess að ég ætti erfitt með að drífa mig fram úr rúminu á morgnanna hlyti að vera staðbundið verkefni.
Þess vegna var ég skráður fyrir tvöföldu hótelherbergi í árshátíðarferð þessa fyrirtækis í næsta mánuði, án þess að slíkt væri borið undir mig. Fólk ætlar að fá að sjá ástæður þess að ég leyfi mér að sofa út á morgnanna.
Helgin var annars óvenjulega góð. Ég vann allan laugardaginn (vinna upp morgnanna sem ég hef sofið út) en fór svo norður til Akureyrar í rómantíska ferð. Á laugardagskvöldinu var farið út að borða á Hótel KEA ásamt Ella, Petru, Svenna og Ýr. Stórkostlegt kvöld í alla staði þar sem að kokkarnir í eldhúsinu töfruðu fram hvern réttinn á fætur öðrum. Ég kom svo suður í gærmorgun, beint í rækt og jóga áður en ég fór aftur í vinnuna og vann fram á nótt. Er svo mættur núna í Leifsstöð til þess að hefja ferð mína um Evrópu. Amsterdam verður það á eftir, Brussel á fimmtudaginn og svo loks París á föstudag og fram yfir helgi. Í París ætlar góðvinur minn Baldur að halda upp á afmælið sitt og fjöldi manns ætlar að samfagna þar í tilefni þess.
Ég þarf hvatningu til þess að byrja aftur að blogga, allar athugasemdir hér við netskrifin mín eða í gestabók eru mjög vel þegin.
Athugasemdir
Sæll Gulli
Smá hvatning fyrir þig til að halda áfram að blogga, bara að kvitta fyrir innlitið. Annars er ein góð leið til að fylgjast með umferð sem er lítið prógram á http://www.sitemeter.com/
kv.
Auður
Auður Herdís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:28
Hvatning, hvatning og ennþá meiri hvatnig.... hver er svo draumaprinsinn :-)
Siddý (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:01
***Hvatning*** Pour vous mon amie - bið að heilsa París
Anna Margrét Ólafsdóttir, 22.1.2008 kl. 12:48
Þá sjáumst við kannski bara í París!
Palli Freyr (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:15
Þarftu hvatningu? Þú varst farinn að skemma fyrir mér blogghringinn með sömu færslunni of lengi. Allt rask setur mig í uppnám. Takk fyrir að minnka raskið aftur og stuðla þar með að meira jafnaðargeði.
Jón Eggert (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 02:03
Endilega halda áfram að bjarga deginum fyrir okkur hinum.
Sif (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 08:12
Gullið mitt... ég þarfnast þín...
Anna Sigga, 23.1.2008 kl. 09:21
Hæ hæ alltaf gaman að lesa blogg
Loppufar Petra
Petra (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 20:20
Hey eg les med gaegustu tengingu i heimi.....er tad ekki nog....Sakna tin vodalega. Hlakka til ad fa sogur fra France. Og audvitad er tad grasid sem heillar tig heheh
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 27.1.2008 kl. 14:44
gjémmér G - gjémmér U - gjémmér L - gjémmér L- gjémmér I
-G U L L I-
Haltu nú áfram að blogga kæri frændi.
Erla (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 21:51
Sæll Gulli, kvitta fyrir mig he he , les bloggid lika. ein forvitin
Sigyn Huld, 2.2.2008 kl. 09:18
Sæll kallinn og takk fyrir síðast. Það var notalegt.
Mér finnst þú þurfa að minnsta kosti að setja hér inn ferðasöguna og veisluhöldin í Parísarborg.
Og bara yfir höfuð að skella inn pistlum af og til, því það er svo gaman.
Sverrir Páll Erlendsson, 4.2.2008 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.