Stuttur strætó

Ég var að koma heim úr afmæli. Skemmtilegu afmæli. Það var farið í ýmsar keppnir, eins og limbó og pakkaleik. Ég var ekki ánægður með niðurstöðuna úr limbóinu, en við vorum tvö eða þrjú eftir þegar ég rak mig í slánna. Ég var líka búinn að rífa mig úr öllum fötum, nema bol og nærbrók, til þess að hafa betra vald á líkamanum. Þetta vakti allt gífurlega lukku, en ég vann þó ekki.

Það er margt í dag sem minnti mig á gamla tíma. Ég var þungt hugsi. Þegar maður var yngri og hlutirnir öðruvísi. Ég man til dæmis eftir því þegar foreldrar mínir virtust vera í axlarpúðakeppni í þessu fáu skipti sem við losnuðum við þau af bæ. Þessi keppni fór þannig fram að þau skiptu stöðugt um föt þangað til að annað þeirra þoldi ekki meiri þyngd á axlirnar, þá vorum við systkin og frænka (þar í hlutverki barnapíu) kvödd. Ég vona að mamma eigi ennþá stóra svarta beltið, með svakalega stóru sylgjunni sem hún reyrði utan um fölbleika samfestinginn sinn, leiðinni á árshátíð.

Var það til siðs í fleirum en minni fjölskyldu að skrúfa upp bílrúðurnar þegar verið var að mæta bíl á einbreiðu malbiki á annars tvibreiðum vegi eða að fara af þessu sama einbreiða malbiki yfir á ómalbikað. Ég man enn eftir því þegar pabbi leit aftur í aftursætið með vingjarnlegt bros, toppað með þessari vel snyrtu og fínu mottu, bendandi á það að nú væri malbikið fljótlega að koma aftur, svo að hægt væri að opna gluggana. Ég man aldrei af hverju það var svona mikilvægt eða nauðsynlegt fyrir okkur systkin að vera með þessa glugga opnaða, en ég mundi það í kvöld, þegar ég kíkti niður í bæ og sá reykingarfólki úthýst fyrir framan alla skemmtistaði.

Í lokin hvet alla sem hafa áhuga á góðum kvikmyndum að horfa á myndina Shortbus. Hún er einstaklega skemmtileg og innihaldsrík af boðskap. Í myndinni eru meðal annars tvö lög; Boys of melody og Soda shop, sem eru stórskemmtileg og nýlega í uppáhaldi hér í Kópavogi. Ég horfði á myndina með 5 öðrum góðum hommavinum mínum. Okkur þótti myndin góð og skila miklu. Eftirá að hyggja fannst mér alveg fáranlegt að hún hefði aldrei verið föstudagsmyndin á RÚV. Daginn eftir áttaði ég mig á því að samfélagið sem ég bý í myndi aldrei troða mynd upp á samfélagið með þeirri samkynhneigðu kynlífssenu sem þar er í gangi, þó að ofan í mig hafi verið matreidd gagnkynhneigt missóðalegt kynlíf ofan í mig.

Ætli samkynhneigðir megi vera jafn viðkvæmir fyrir gagnkynhneigðu kynlífi og gagnkynhneigðir eru stundum fyrir samkynhneigðu kynlífi? Er það jafnrétti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Shortbus er snilldar mynd en verður sennilega seint sýnd á RÚV   - var það ekki í byrjuninni sem hann var í jógastellingunni??? Sá þessa mynd á Kvikmyndahátíðinni í haust í Tjarnarbíói - það var stuð. Mæli eindregið með myndum á hátíðum eins og þessum.

Katrín (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband