Sunnudagur, 24. júní 2007
Jólagjöf á sumarsólstöðum
Ég reyni að upplife eitthvað nýtt í hverri viku. Síðustu vikur hafa verið einkar áhugaverðar og fullar af nýstárlegum hlutum. Í vikunni fékk ég til dæmis jólagjöf sem loks barst til mín frá útlöndum og skemmtilegt jólakort með. Það var eitthvað svo fallegt við það að opna jólagjöf á sumarsólstöðum. Andi jólanna og pælingar þeirra voru algjörlega aðgengilegar í þessum litla pakka. Mæli með að allir prófi þetta.
Mætti í vinnu um daginn, eins og svo oft áður. Mér brá þegar ég sá lítið umslag í hólfinu mínu. Ég leit flóttalega í kringum mig þar sem ég horfði á samstarfsfólk mitt safnast saman eldsnemma að morgni til þess að sjá hvort einhver þeirra væri að gera gys að mér. Bréfið var frá yfirfreyjum, hrósbréf frá farþega. Það þótti mér vænt um.
Fékk símtal í gær, frá strák. Hann hringdi af því ég er áhugaverður. Hann langaði að kynnast mér. Ég ákvað að leyfa honum það. Hann var áhugaverður sjálfur. Þarf að heyra í honum í dag.
Átti góðan dag með litla bróður mínum í New York. Við gerðum allt sem okkur langaði til nema að fara í þyrluflug. Litli bróðir minn var að fara í fyrsta skipti til útlanda, því að allir vita að Danmörk og Spánn teljast ekki með sem útlönd.
Ég varð hrifinn af nýrri tækni. Tækni sem tengir saman skóna mína og iPod-inn. Þessi nýja tækni reiknar út hversu langt og hratt ég hleyp á hverjum tíma, lætur mig vita með því að lækka í tónlistinni sem ég hlusta á og segjir mér nýjustu tölur frá hlaupum mínum þann daginn. Samhliða þessu hef ég opnað upplýsingasíðu um sjálfan mig á www.nikeplus.com þar sem ég skoða árangur annarra líka. Vill einhver keppa við mig í hlaupum með Nike+?
Athugasemdir
Sumarknús frá mér, Gulli minn. Og nei, ég er ekki á spítala heldur var það náinn ættingi. Búin að vera "one helluva week" hjá mér .... er heima núna að safna orku. Lovjú.
Hugarfluga, 25.6.2007 kl. 09:14
Ohhhh...líf þitt er svo spennandi.
Og auðvitað erum við bloggvinir :)
Sæunn (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.