Sumarverk

Það liggur við að ég sé hálf dasaður, klukkan er rétt eftir miðnættið. Það sem mig myndi helst af öllu langa væri að leggjast niður á koddann með bókina sem Magnús Þorkell skrifaði um stjórnmál í Írak og Íran. En þar sem ég smurði andlit mitt með jógúrtmaska fyrir hálftíma og hef gert það á tíumínuta fresti síðan þá kæmi ég til með að klína sængurfötin með þessu undursamlega og kælandi kremi. Mér er því nauðugur einn kostur að rekja raunir mínar.

Ég er nefnilega búinn að eiga langa en góða daga undanfarið. Í morgun var það mitt fyrsta verk að smyrja nesti fyrir fjallgöngu á Móskarðshnjúka þann eystri en hann er 806 metra yfir sjávarmáli. Var kominn upp á topp fyrir hádegi og ofan í heitan pott í Laugardalnum áður en sólín skein heitast yfir daginn. Þar náði ég að sofna og safna enn meiri hita í andlitið og handleggi. Þegar ég var búinn að fara í sturtu svimaði mig örlítið, taldi það vera af vatnsskorti en datt ekki í hug að ég gæti verið bruninn eða með sólsting. Þannig að tvær klukkustundir í miðbæ Reykjavíkur en gjólu var eitthvað sem mér fannst bara alveg gráupplagt. Það var svo ekki fyrr en um kvöldmat og seint í kvöld þegar ég stóð í hvítum bol eins og kjáni í ísbúðarröðinni að ég vissi að ég gæti verið Tommi tómatur sem einu sinni bjó í Hagkaupum.

Í gær endaði dagurinn undursamlega með sambýliskonunni minni um miðja nótt, þar sem hún sagði mér sögur og ég bakaði brauð (brauðið sem fór upp á Móskarðshnjúk). Fyrr um daginn hafði ég verið að gera góða hluti í fótbolta með hýra fótboltaliðinu Strákafélaginu Styrmi og hlaup í Laugardal með Torbirni, vorboðanum ljúfa frá Danmörku.

Á sunnudaginn var ég í notalegri skírn hjá vinkonu minni, en þaðan rauk ég í Laugar í dágóða stund en næsta stopp mitt var hjá "Steininum" í Esjuhlíðum. Kvöldið endaði svo á Oceans 13, en við frændsystkinin höfum farið á allar myndirnar saman, alveg frá því við deildum heimili í Breiðholtinu. Annars komst ég ekki til Ísafjarðar í grillveislu Önnu Siggu og missti því af þeirri upplifun að láta Mörtu kaffisnilling sækja mig út á flugvöllinn. Ég og Siddý fórum því í staðinn í góðan göngutúr í Fossvoginum og út fyrir Nauthólsvíkina.

Ég er því nokkuð útitekinn, en finnst ég samt ekki hafa nóg. Þegar ég lít samt í spegill, lítur út fyrir að ég hafi fengið of mikið af útiveru. En eftir að hafa bætt þrisvar á jógúrtmaskann framan í sig, lít ég orðið kjánalega út. Mjólkurfitan situr framan í mér, ég er allur rauður, lít út fyrir að vera bólginn og ef ég væri nakinn, löðrandi í þessari fitu og gljáa, væri ég vel hæfur til þess að taka þátt í vaxtaræktakeppni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Ert'eins og Mjólkurdropinn Dreytill? Tíhí ... hvað gerir annars jógúrtmaski? Notar maður bara plain jógúrt eða er í lagi að nota annars konar morgunmat eins og t.d. Kellogs special K?

Hugarfluga, 13.6.2007 kl. 18:36

2 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Ha brennur þú ?? ha ha ha ha ha ha ha ha ha

God hvað ég mun sakna sambýlis við þig Gullið mitt.

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 13.6.2007 kl. 19:35

3 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Brynja Hjaltadóttir, 13.6.2007 kl. 23:27

4 identicon

Hi hi... alltaf skemmtileg hjá og með þér! Var að lesa frægt ljóð og varð hugsað til þín :-)

The Road Not Taken 

By: Robert Frost

Two roads diverged in a yellow wood,
And sorry I could not travel both
And be one traveler, long I stood
And looked down one as far as I could
To where it bent in the undergrowth;

Then took the other, as just as fair
And having perhaps the better claim,
Because it was grassy and wanted wear;
Though as for that, the passing there
Had worn them really about the same,

And both that morning equally lay
In leaves no step had trodden black
Oh, I kept the first for another day!
Yet knowing how way leads on to way,
I doubted if I should ever come back.

I shall be telling this with a sigh
Somewhere ages and ages hence:
Two roads diverged in a wood, and I --
I took the one less traveled by,
And that has made all the difference.

Siddy (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 13:58

5 Smámynd: Anna Sigga

Upptekinn og hamingjusamur. Gæti ekki hugsað neitt ánægjulegra til að útskýra "þig".

Anna Sigga, 14.6.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband