Föstudagur, 8. júní 2007
Hlaupaferðir og styttri ferðir
Gærdagurinn minn var æðislegur. Hann byrjaði mjög snemma eða klukkan sex að staðartíma í New York. Ég fór fljótlega fram úr og upp úr klukkan sjö skokkaði ég af stað áleiðis upp í Central Park. Þegar þangað var komið hljóp ég af stað, hafði ekki nokkra hugmynd um hversu lengi eða hvert ég ætlaði að hlaupa. Fljótlega voru það gráar stuttbuxur sem fönguðu athygli mína og fékk mig til þess að hlaupa garðinn á enda. Ég var því rúmlega tvo tíma að hlaupa allan garðinn og velja mér mismunandi hlaupa og göngustíga til þess að þræða mig í gegnum garðinn. Mikið rosalega er mikið af fólki sem býr í New York, sérstaklega eru margir á ferðinni á morgnanna. En það eru líka margir sem hlaupa í garðinum, líka mikið af fallegu fólki. Ætli það séu ekki margir sem fara til New York og fara algjörlega á mis við þessa perlu sem Central Park er? Hafið þið til dæmis komið til New York og eytt degi þar, annaðhvort við lestur, blund eða hlaup?
Plön helgarinnar er að fara til Ísafjarðar á morgun, fyrrverandi bekkjarsystir mín býr þar sem bóndi og ætlar að bjóða til sín fjöldanum öllum í grillhátíð. Ég hlakka mjög til að hitta gömul bekkjarsystkini og borða á mig gat. Önnu Siggu er nefnilega gott heim að sækja. Á sunnudaginn er svo skírn seinnipartinn, nokkrum mínutum eftir að ég lendi aftur hér fyrir sunnan. Já, auðvitað tek ég flugið vestur og suður aftur.
Litli bróðir minn er á Ísafirði eins og er, en hann fer suður með vélinni sem ég fer vestur. Þannig að við komum til með að eiga mynd af okkur saman á Ísafjarðarflugvelli. En nú er ég hlaupinn í matarboð sem ég bauð mér í og í framhaldi af því fer ég í partý, sem ég stofnaði til í öðru heimahúsi en mínu.
Athugasemdir
Jáhá! Ég hef svo sannarlega eytt deginu í Miðgarði NYC. Enda heaven on earth þegar maður getur falið sig frá amstri dagsins og því sem Nýja Jórvík hefur upp á að bjóða. Fallega fólkið hef ég líka tekið eftir, enda ekkert eins dásamlegt og að sjúga inn alla fegurðina bæði af garðinum og fólkinu þegar maður liggur með góða bók, tímarit og jafnvel sígó inn í garði :) Hvenær ætlum við svo að eyða deginum saman í Central???
Ingó (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 00:35
Hæ Central Park hvað!!! Hefur fólk legið heilan góðviðrisdag við bakka Þjhórsársundlaugar með teppi, bók, kex og djús?? Það er lífið!!!
Annars hlakka ég voða mikið að fá þig í heimsókn væni minn og vona að Vestfirðir hafi farið vel með þig ljúfurinn!! Heyrumstum
Anna Margrét (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:50
Það er fátt betra enn Central Park nema skildi vera Kópavogurinn. Ég hef núna ekki hitt þig í 4. daga og ég sakna þín VÆL. Ekki reyna að segja þetta venst.
Love Sambýliskonan
Anna Vala Eyjólfsdóttir, 10.6.2007 kl. 15:56
Já central park var minn griðarstaður þegar ég bjó í New York, en ég myndi frekar kjósa íslenska náttúru verð. En djöful var þetta fúllt með flugið þitt! Þú misstir af miklu get ég sagt þér! :(
Marta, 10.6.2007 kl. 23:47
Á alveg eftir að heimsækja NY en það er á dagskrá fyrr en síðar.
Brynja Hjaltadóttir, 12.6.2007 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.