Stutt stopp í Kópavogsborg

Það er kvöld í Kópavogsborg, rétt yfir miðnætti. Ég og sambýliskonan erum nýkomin heim frá Halifax úr vel heppnaðri ferð. Tannlæknirinn, nýji nágranninn okkar, er líklega fluttur inn. Hann á pallbíl. Annars stendur það helst upp úr Halifaxferðinni okkar var fólkið sem við hittum og kynntumst. Við sáum mikið af fólki og nýjum fötum, en lítið af okkar eigin farangri, þar sem hann barst okkur á sunnudagskvöldi, þegar við sjálf mættum til Kanada á fimmtudagskvöldi. Það var því alls ekki slæmt fyrir okkur skötuhjúin að vera búin að kynna okkur ferðatryggingar VISA áður en við lögðum af stað, án þess að hika vorum því búin að eyða bótaupphæðinni þrisvar sinnum þegar við loksins fengum töskurnar.

Ég er því nýbúinn að klára að koma nýjum fatnaði mínum fyrir og taka upp allan fatnaðinn sem ég braut samviskusamlega niður, ónotaðan, upp úr töskunum. Frammi á gangi bíður hinsvegar taskan á ný, með nýjum farangri þar sem að í fyrramálið fer ég til Boston og seinnipartinn á morgun áfram til New York. Þar verð ég yfir nóttina og var rétt í þessu að detta í hug að kíkja í leikhús og er því að leita að einhverri sniðugri sýningu á netinu, annars neyðist ég til þess að fara á hin frægu miðvikudagstjútt með hommunum á Manhattan. Hvoru tveggja kæmi sér einkar vel.

Hitti annars vorboðana mína tvo í kvöld, Helga Steinar og Torbjorn, sem búa í Árósum en eru á Fróni á sumrin. Þeir voru mættir galvaskir í Laugar og eftir stutt spjall var búið að bjarga plönunum fyrir föstudagskvöldið sem endar á reykvískri og reyklausri sveiflu niðri í bæ. Ef að líkum lætur ætlum við systkinin í útilegu á laugardeginum, fjögur saman, mér þykir líklegt að Vík verði fyrir valinu.

Annars hlakka ég svo til að segja ykkur frá Kanada. Þetta eru snillingar sem byggja þetta land, allavega Novia Scotia og Halifax. Ég er farinn að lúlla, langur dagur á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Du rullar inte tummarna du  Finndu stund inni á milli og kíktu í kaffi með mér einhverndagin! Knús og góða skemmtun í Vík

Siddy (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Hugarfluga

Velkominn heim, mon cherie.

Hugarfluga, 6.6.2007 kl. 11:06

3 identicon

Hæ elskan og velkominn heim á ný!  Hlakka til að heyra ferðasögu.... ! :)  Sé þig svo vonandi 19.06??

Ási (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:40

4 identicon

Sæll frændi!,

datt inná þig á einhverju netvafri, vildi bara skilja eftir sannanir...

 kv. Gummi St.

Guðmundur Freyr (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:54

5 Smámynd: Anna Sigga

Ekki lágu leiðir okkar saman að þessu sinni... ég á nú samt von á að okkur hlotnist annað tækifæri brátt. Einnig þakka ég upphefjandi orð í minn garð. Miss you!!

Anna Sigga, 11.6.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband