Stóra aðgerðavikan

Í tímatali mínu mun í framtíðinni vikan á undan Dymbilviku vera kölluð Stóra aðgerðavikan. Mun ég leitast við að Kópavogsborg taki erindi mínu vel um að í þessari viku munu borgin endurgreiða búendum allan lækniskostnað sem til fellur við þessa viku. Öll vikan var lituð að því að það stóð til að byrja að fljúga síðasta sunnudag. Takið eftir, stóð til...

Stóra aðgerðavikan byrjaði á mánudagsmorgni þar sem ég fór í mína reglulega meðferð hjá lækni, hvert skipti kostar tugi þúsunda króna í hvert skipti. Á fimmtudeginum voru fæðingarblettir á bringu og varta á fæti fjarlægð. Verkirnir voru óheyrilegir. Þeir sem þekkja til mín vita að ég verð ekki með sjálfum með mér þegar ég þarf að fara í gegnum eigin sársauka og blóð. Ég verð að manneskju sem viðheldur þeim persónuleika að jafnvel foreldrar mínir myndu afneita mér. Aðgerðavikunni lauk svo eftirminnilega á bráðamóttöku Landsspítalans eftir að hafa skorið mig á hnífi heima hjá mér í eldhúsi. Greipin milli þumalputta og vísifingurs er komin í tvennt en það er eitthvað sem að tveggja tíma bið aðfaranótt laugardags getur ekki lagað.

Mér sýnist að kostnaður við Stóru aðgerðavikuna hafi hlaupið á tugum þúsunda, auk þess að ég er ekki byrjaður að fljúga neitt. Það fer hinsvegar tvennum sögum um það hvort að ég eða væntanlegir farþegar mínir hafi verið meira svekktir. Kostirnir eru samt ótvírætt þeir að búið er að taka til í herberginu mínu og ein ritgerð barin saman á nýju eplatölvuna mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Sko eins og hún móðir mín segir alltaf...þeir sem geta tekið til þeir geta mætt til vinnu.

p.s hvernig er hægt að slasa sig á búrhníf ??? Þarf ég að fara að læsa hnífana niðri...

sambýlingurinn hefur tjáð sig

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 3.4.2007 kl. 01:19

2 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Það er rétt, það er líka búið að taka til í herberginu mínu. Vá hvað það er flott!

Guðlaugur Kristmundsson, 3.4.2007 kl. 17:53

3 Smámynd: Magidapokus

Sko ég veit ég hef ekki heyrt í þér í hundrað ár en svo bara finni ég þig á netinu örfáum vikum eftir að hundrað árin voru liðin og við hittumst... þetta náttúrlega eru örlögin

Magidapokus, 4.4.2007 kl. 22:02

4 identicon

Vá, ég þarf greinilega að fara að slasa mig.  Veitir ekki af tiltekt, hahah!

Sæunn (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 22:57

5 Smámynd: Hugarfluga

Áiiii!!! Æ fíl jor pein!

Hugarfluga, 7.4.2007 kl. 00:45

6 identicon

Þegar ég rakst á þig í gær gleymdi ég að segja við þig hvað þú lítur vel út.  Þú ert alveg "glowing"....mætti halda að þú værir ástfanginn!

Sæunn (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 22:40

7 identicon

Ég er með á teikniborðinu hugmynd að samtökum áhugafólks um óheppni....Þú hefur kannski áhuga...

Ragna Sif (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:59

8 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Sæunn... Þú hittir naglann á höfuðið! he he, ég skal segja þér allt af léttu undir færri augum en þessum á blogginu. he he...

Ragna Sif, hver ertu og ég vil vera stofnfélagi!

Guðlaugur Kristmundsson, 11.4.2007 kl. 16:32

9 identicon

Gvöð hvað ég er klár, en spennandi!

Ég vil allt slúðrið, neim ðe tæm and pleis

Sæunn (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 20:40

10 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskveðja

Ólafur fannberg, 11.4.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband