Egilsstaðir

BM2005020Ég er staddur á mínu þriðja herbergi á Egilsstöðum á nærri 18 klukkustundum. Rétt eftir miðnætti í gærkvöldi fékk ég herbergi á Hótel Héraði, þar sem Skötulyktin vakti mig snemma um morguninn og dró mig fram í dýrasta saltfisk sem ég hef nokkru sinni borðað. Hálft þriðja þúsund kostar að borða hér tvo þunna saltfiskbita með köldum og hálf hráum kartöflum, rétt eftir að maður fær að skola þessu niður er manni tilkynnt að skipta þarf um hótel. Ég þurfti því að pakka niður jólakjólnum aftur og einkennisklæðunum ofan í tösku og var sendur yfir í Gistiheimilið Egilsstaði.

Þar tók við dónalegasta framkoma sem ég hef nokkru sinni upplifað. Okkur var þá komið á herbergi, tvö og tvö saman. Á meðan önnur herbergi voru þrifin var farið á rúntinn. Hérna á Egilsstöðum er saltfiskur kannski hátt verðlagður en kleinur eru á ansi hagstæðum kjörum, sextíu krónur stykkið. Þær eru líka heimabakaðar, ansi góðar. Við sátum hér á huggulegasta kaffihúsi Te og Kaffi, nutum kaffi og spjall við heimafólk áður en haldið var í Office 1 til þess að áhöfnin gæti nú keypt sér jólabók. Þegar ég er svo kominn aftur upp á Gistiheimilið er loksins komið herbergi handa mér og ég náði að afklæðast og spóka mig berrassaður. Ég er það ennþá þegar þessi færsla er skrifuð.

Það er búið að seinka fluginu mínu til Póllands og við förum ekki fyrr en á tíunda tímanum í kvöld, þetta er vegna þess að flugvélin kom seint frá Keflavík og hefur svo tafist í förum sínum til og frá Póllands hingað til. Við verðum því aldrei komin til Kraká fyrr en undir morgun á aðfangadag, ef ekkert fer úrskeiðis hingað til. Við þurfum að læsa og innsigla vélinni úti í Póllandi, það getur tekið einhvern tíma ofan á allt annað. Svo verður nærri tveggja tíma rútuferð til Kraká þar sem við munum eyða jólunum.

Áðan fengum við að skoða matseðilinn sem verður í boði á hótelinu annaðkvöld. Tólf smáréttir samkvæmt pólskri hefð, einn fyrir hvern postula, snæddir í réttri röð. Pólverjar borða líka ekkert á aðfangadag fyrr en fyrsta stjarna sést á himni. Það verður gaman að upplifa öðruvísi jól.

Ég ætla að leggja mig núna, ná klukkutíma blundi áður en við ætlum að fara á Hamborgarabúllu Tómasar, þar sem vonandi verður snæddur hreindýraborgari. Ef ég næ ekki að blogga neitt meir fyrir jól, vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka öll samskipti á árinu sem er að líða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kom inn og las... Kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.12.2006 kl. 17:36

2 identicon

En ef það er skýjað og engar stjörnur sjáanlegar...er þá enginn jólamatur?

Og gleðileg jól! 

Sæunn (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 13:43

3 identicon

Leiðinlegt að geta ekki verið á Egilsstöðum þegar þú varst þarna í heilan dag....

Er möguleiki á að hitta þig þegar þú kemur til baka frá Póllandi?

Annars bara gleðileg jól og allt það....

Anna Björk Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 12:31

4 identicon

Hæ elsku kallinn minn

Ég varð bara að kvitta aðeins fyrir mig  Ég fylgist reglulega með þér hérna.....múhahahah Anywho.........ég er komin í gegnum Clausus í hjúkrunarfræðinni í HA og svo er ég að fara í inntökupróf fyrir sumarafleysingarnar hjá Icelandair, fer í það milli jóla og nýárs ! Allt að gerast hjá minni.......wish me luck

 Gleðileg jól Gulli minn og vonandi sjáumst við sem allra allra fyrst. Þú getur skoðað bloggið mitt á www.bjarnheidur.bloggar.is

Kv Bjarnheiður

Bjarnheiður (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 18:44

5 identicon

Gleðileg jól Gulli minn

Kv. Una 

Una (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 13:57

6 identicon

Sakna þín rosa mikið gullið mitt

Sjáumst þegar þú kemur á klakann

kv. Heiðrún

Heiðrún (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband