Miðvikudagur, 20. desember 2006
Litlu jólin
Ég fór heim í sveitina í kvöld, svona í einhverri aðgerð minni til þess að reyna upplifa jólin. Allt var gert á annan veg í þetta skiptið. Ég fór austur að kvöldi en fer venjulega eldsnemma á aðfangadagsmorgun. Ég var með allri fjölskyldunni minni í bíl sem farþegi en ferðast venjulega einn, í eigin bíl. Venjulega hlusta ég á sömu jólalögin, í sömu röð. Í þetta skiptið var hlustað á endalausan fréttaflutning um vatnavexti og úrkomu, heyrðist varla jólatónn. Þegar heim var komið var snæddur grjónagrautur í kvöldmat, sem hefur venjulega verið snæddur á hádegi á aðfangadag. Ég hef aldrei áður eldað jólagrautinn og engin var mandlan í honum heldur. Það eina sem var óbreytt var að grauturinn var hnausþykkur og vel soðinn, út á hann fær tæpur líter af rjóma, ofan í fimm manns.
Ég fer svo í bæinn á morgun, eftir að hafa borðað hrossakjöt í hádegismat. Þegar maður er í sveitinni þá snýst nefnilega allt um mat. Þegar búið er að mjólka á morgnanna verður að borða. Svo eftir mjaltir á kvöldin verður að borða. Á milli máltíða á daginn er reynt að koma frá ýmsum verkum. Ryksuga kjallarann eða taka til í skúrnum. Svo skal borða. Áður en tekið er við að fá sér kaffi, brauð og sætabrauð þá verður að koma öðrum verkum frá.
Áður en litlar flugfreyjur eru sendar til Egilsstaða og þaðan til Póllands er nauðsynlegt að fá smá stemningu fyrir átinu sem mun eiga sér stað hér heima. Veitingastaðir verða örugglega lokaðir í þessu rammkaþólska landi, þess vegna mun það verða nestið sem ég smyr mér sjálfur sem verður jólamaturinn minn í ár.
Myndin sem fylgir er af mér jólin 2004. Stöðu minnar vegnar verður ekki tekin önnur slík mynd í ár.
Athugasemdir
elsku litli lúðurinn minn, til hamingju með nýja bloggið, þetta lúkkar allt mjög vel verð ég að segja! mun hugsa til þín á pólsku jólunum, meðan ég sit fyrir framan viftuna, borðandi indverskan mat á fiji. mana þig til að gera eitthvað kreisí 30 des til að virða minningu hringbrautarpartýsins alræmda! verðlaun í boði!
jóla- og sakniknús,
stjóri
Ólöf (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 22:26
Hó hó Gulli..
Hafðu það sem best á pólsku jólunum þínum sæti xxx
íris (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 15:06
Sæll kallinn minn.
Vonandi hefur þú komist yfir vötn og sundhesta alla leið suður.
Gangi þér vel að safna nesti til jólaútilegunnar
Gleðileg jól !
svp (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.