Þriðjudagur, 19. desember 2006
Til Bahamas með veikan putta?
Ég er svo stoltur af heilbrigðiskerfinu okkar. Þrusustolltur, ég fékk flotta þjónustu. Ég fór á bráðamóttöku, fékk ráðgjöf í síma og beið innan við klukkutíma, fékk sætan danskan lækni og þrusu hýra hjúkku sem þreif og setti plástur á bágtið. Rúmar þrjú þusund krónur fyrir plástur, daður og klapp á bakið. Ég er ánægður með okkur!
Ég flaug með stóra áhöfn sem kom til landsins um daginn frá hollenska flugfélaginu Transavia. Þau ætluðu að vera hér á landi í eina nótt en ætluðu að fara svo áfram til Bahamas með starfsmenn af skemmtiferðaskipi til þess að vinna á nýju skipi. Þetta var skemmtileg áhöfn, ég hjálpaði þeim að skipuleggja ferð í Bláa Lónið, út að borða og annað sem var nauðsynlegt fyrir þau að upplifa á Íslandi á innan við sólarhring. Þau voru svo ánægð með mig, að þau buðu mér að koma með til Bahamas, daginn eftir. Ég fór frekar á slysó.
Myndin hér að ofan er tekin í Madríd í hommahverfinu á hápunkti kvöldsins. Fjögur þjóðerni homma og hækja áttu saman æðislega kvöldstund sem byrjaði á veitingastað en endaði að kaupa kókdós og súkkulaði af Kínverja á götum Madrídar. Myndin er tekin einhvern tímann í því ferli.
Athugasemdir
Oh, var ekki huggulegt í Chueca?
Alma (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 23:57
Hm, hýr hjúkka á slysó? kvk eða kk? bara spyr.
Eygló (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 21:39
kk auðvitað...
Guðlaugur Kristmundsson, 28.12.2006 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.