Þriðjudagur, 9. september 2008
Tala saman og heimili
Í gær var heldur betur tekið til hendinni í Kópavogsborg. Ekki bara var eldaður kalkúnapottréttur með hrísgrjónum, sætkartöflumauki, kókosmjöli, rúsínum og mangóchutney heldur var líka hent í skúffuköku og nokkur skinkuhorn. Það er nefnilega svo gott að geta tekið með sér svoleiðis í nesti.
Ég er semsagt farinn að búa með Önnu og Heiðrúnu, vinkonu minni og systur. Íbúðin er þriggja herbergja og stundum er þröngt hjá okkur, þetta er stundum eins og umferðarmiðstöð. Íbúðin er yfirleitt aldrei tóm en samt er enginn heima á sama tíma. Þegar loks allir eru heima er tíminn nýttur til þess að næra fjölskylduna eða fylla frystinn af bakkelsi eða skipuleggja mat og þrifnað. Nú eða þá að allir eru sofandi.
Anna er auðvitað nýkomin heim frá Kenýa og núna eru liðinn mánuður síðan hún kom heim og þetta er eins og að vera með barn í aðlögun á leikskóla. Þetta er erfitt. En til þess að fá krakkann á vestrænan tíma og í vestræna menningu var auðvitað lang best að taka hana með sér til New York, leyfa henni að fá bara algjört sjokk. Anna greyið var ekki lengi að ná sér á Manhattan þegar hún var búin að búa eitt ár í Kenýa, þar af hálft í borginni Thika þar sem hún var fyrsta hvíta manneskjan í einhvern áratug til þess að koma þangað. Það er bara spurning hvort að 34. stræti hafi enn jafnað sig eftir komu Önnu Völu til New York.
Heiðrún, litla systir mín og núverandi barn okkar Önnu Völu er byrjuð í Versló. Ég er í nostalgíjukasti við þá upplifun. Mér líður pínulítið eins og þegar ég byrjaði sjálfur í Versló. Mikið hrikalega er þetta góður tími. Ég reyni eins og ég get að leyfa Heiðrúnu að njóta þess tíma í botn.
Í gær hringdi stelpa í mig frá Tal. Hún var að reyna selja mér þá hugmynd að koma í viðskipti. Hún hafði hreinlega engar upplýsingar um mig eða mín viðskipti hjá Tal. Mér fannst þetta lélegt símtal, hún gat ekkert sagt mér og heldur ekki vitað í hvers konar viðskiptum ég ætti við þetta fyrirtæki. Hún var að bjóða mér núverandi viðskipti á núverandi kjörum. Ég bað hana um að hringja eitthvað annað.
Annars er það að frétta að ég er skotinn í Toronto. Hún er klárlega nýja New York.
Athugasemdir
Hey litla systir mín var líka að byrja í Versló! Einmitt alveg fáránleg tilfinning!
Mekks (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.