Föstudagur, 9. nóvember 2007
Tilviljunarkenndur heimur
Ég á ágæta vinkonu sem býr í Róm. Við látum reglulega vita af hvoru öðru enda vorum við bæði saman í bekk í Versló og flugum saman í tvö ár hjá Icelandair. Mér þykir alltaf vænt um þessa stelpu og hún á í vönduðum samskiptum við fólk í kringum sig.
Það var bara fyrir nokkrum vikum sem að hún sat á kaffihúsi í Róm ásamt þremur öðrum Íslendingum og það fór vel á með þeim. Þeim hefur eitthvað legið hár rómurinn því að strákur af götunni stoppar og spyr þau á ensku hvort þau séu að tala íslensku. Þau játa því og spyrja hann hvers vegna hann kannist við málið. Hann segjir þeim að hann hafi kynnst íslenskum strák fyrir rúmu ári og hafi frá þeim tíma hlustað á íslenska tónlist og kynnt sér meðal annars tungumálið. Þau ræða eitthvað um íslenska tónlist og fleira, en það endar með því að honum er boðið sæti með þeim.
Það er svo ekki fyrr en nokkru seinna að vinkona mín í einhverri rælni spyr hann hvaða íslenski strákur viðkomandi hafi kynnst. Hann segjist ekki geta borið fram nafnið hans en gælunafnið sé einfalt og það sé Gulli.
Þessi fransk-svissneski strákur sendi mér því auðvitað skilaboð í vikunni til þess að fagna þessum óvæntu endurtengingum okkr og bauð mér að heimsækja sig til Suður-Afríku. Þar sem ég ætla hvort sem er á næstunni að heimsækja Önnu Völu til Kenýja ætti maður kannski að gera sér ferð til Suður-Afríku, fyrst maður er kominn á svæðið.
En ég kveð í bili, farþegar á leið til London kalla á mig.
Athugasemdir
Gælunafnið Gulli.....hmmmmmm já merkilegt......í Svíþjóð þýðir orðið "gullig" krúttlegur. Mér finnst það viðeigandi þar sem þú ert svo mikið æði! Gulli gullig......já það hljómar ekki sem verst ;)
Ingó varaeiginmaður (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.