Þörfin

Afsakið síðustu færslu. Ég hefði ekki átt að vera dreifa blús út um alla netheima. Langar bara aðeins að rifja upp þegar Ólafur Ragnar bað þjóðina um tilfinningalegt svigrúm við fráfall Guðrúnar Katrínar. Ég var beðinn um svona svigrúm um daginn, það var ekki í framhaldi af neinu fráfalli.

Um daginn fékk ég óvænt sendingu frá norska Stórþinginu. Þessi sending er enn að þvælast fyrir mér og óvíst í hvað stefnir. Suma daga vil ég helst senda hana til baka til norskra skattgreiðenda en hina daga vil ég taka hana með mér hvert sem ég fer. Hvað er ég? Ha ha ha.

Fékk íbúðina mína afhenda fyrir um mánuði. Hef lokið að mestu við að mála en vitlausaðist til þess að rífa allt út af baðherginu án þess að átta mig á þrennu. Númer eitt; ég hef ekki tök á því að koma þessum viðbjóði í lóg nema út á svalir. Númer tvö; ég veit ekki hvernig ég vil að baðherbergið mitt líti út og númer þrjú; framkvæmdir eru ekki á fjárhagsáætlun. Eins gott að ég eigi þvottapoka og góða þvottavél.

Fór í eitt áhugaverðasta partý sem ég hef farið í á laugardaginn var. Það var boð fyrir einhleypa og bitra. Það var sjálfsagt að "feika" annað en algjörlega bannað að "feika" bæði. Útkoman varð einstaklega skrautleg. Allt sem að boðsgestir urðu að taka með sér voru drykkjarföng og ein bitur sambandssaga. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel nokkurn tíman. Frásagnargleðin skein úr hverju andliti. Sögurnar voru svo fáranlegar að skáldsögur hefðu aldrei fangað aðra eins vitleysu. Það var svo ung dama sem hlaut verðlaun kvöldsins þegar frásagnargleðin stóð sem hæðst. Ég vil meina að hefði verðlaunin verið veitt hálfum tíma síðar hefði allt staðið þarna í blóðugum átökum.

Kannski þess vegna sem verðlaunin voru veitt snögglega. Kannski var það bara gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband