Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Elskaðu einhvern þegar hann á það síst skilið
Það er margt sem fer í gegnum hausinn minn þessa dagana. Yfir svo mörgu er að gleðjast. Það getur verið svo erfitt að horfa á dyr lokast fyrir framan sig, en það bætist upp með þeirri gleði þegar við tökum það sem áminningu um að það eru fleiri dyr á ganginum og skyndilega getur maður staðið uppi með valkvíða, en að hafa áður gengið ganga lífsins án þess að lesa merkingar þess sem maður velur.
Ég er nýjasti íbúðareigandinn í Kópavogi. Þið megið óska mér til hamingju með það. Eftir að ég skrifaði undir kauptilboðið, átti ég örugglega þá yndislegustu helgi sem ég hef upplifað. Einhver elskaði mig þegar ég átti það síst skilið og sýndi mér það í verki. Í dag gekk ég frá fjármögnun og lánun við bankann minn, gleðin við það er ekki síðri þannig að ég býst við að komandi helgi verði yfirfull af hamingju og upplifunum.
Í vikunni fór ég í ræktina, oftar sem ekki, um kvöld. Sólin var gengið til viðar og hún skein á andlitið mitt á milli sjónvarpskjáina í salnum. Það var ekki annað hægt heldur en að loka augunum og taka á móti þessari mildu og sterku birtu með bros á vör. Á meðan svitnaði ég eins og svín á skíðavélinni. Þegar ég opnaði augun, nokkrum mínutum síðar, var ég þess áskynja að á mig horft. Ég leit við og sá þennan fallega strák sem hafði greinilega jafn mikla unun að horfa á mig og ég að njóta sólarinnar. Mér þótti vænt um það, svo ég gaf honum eitt af mínum brosum, sem var nóg til þess að hann varð vandræðalegur. Ég hélt áfram með æfinguna mína en þegar henni var lokið leit ég aftur til hans, þar sem hann roðnaði á ný enda gómaður við það aftur að horfa á mig. Ég ætla samt að gefa honum símanúmerið mitt næst í verðlaun, ef hann veitir mér aftur sömu athygli þegar við hittumst, því að þegar ég gekk framhjá honum snéri hann sér við til þess að horfa á eftir mér en fipaðist við það að hlaupa á brettinu, steig út af því og lenti á trýninu. Fólk sem getur haft húmor fyrir þessu, á það skilið að veita athygli.
Athugasemdir
Þetta er mjög falleg færsla hjá þér. Til hamingju með íbúðina.
Marta B Helgadóttir, 26.7.2007 kl. 16:10
Elskulegur til hamingju með íbúðina þína. Mér finnst ekki skrýtið að hann hafi dottið af brettinu þú ert fallegur maður sem gaman er að horfa á ;-)
Svana (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 19:05
Ég hefði líka horft á þig, Gulli minn. Þú ert svo mikið sætur. Til hamingju með hreiðrið og góða skemmtun í hreiðurgerðinni!
Hugarfluga, 26.7.2007 kl. 20:24
Fyrsta málsgreinin hitti beint í mark hjá mér...þú ert spekingur.
Innilega til hamingju með íbúðina!
En ég er ekki hissa að strákgreyið hafi verið svona heillaður, þú lítur rosa vel út
Sæunn (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 20:52
Hæhæ til hamingju með íbúðina það er nátturulega bara æðislegt þegar maður borgar 'leigu' í sinn eiginn vasa. Njóttu þess vel
Elín R. (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 11:12
Sæll elskan!
Enn og aftur til lykke með nýja kotið :) Og velkominn í hóp okkar fasteigna eigenda og hlakka til að eyða þar stundum í kaffi og spjalli!
Mikið öfunda ég þig af aðdáenda þínum í ræktinni. Enda ekkert eins gaman að fá lof af þessu tagi. En veistu Gulli minn að fallegir menn að innan eru ALLTAF fallegir að utan líka. Og þú ert bæði :) Ég sit hér samt og er forvitinn um hver elskaði þig svona heitt þegar þú áttir það síst skilið og hvað viðkomandi gerði fyrir þig svona fallegt......
Haltu áfram að gleðinni, með því áframhaldi standa gæjarnir í röðum eftir þér ;) Farðu svo að hitta mig og knúsast!!!!
Ingó Dúskur (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 18:21
úúúú... leið eins og ég væri að horfa á bíómynd að lesa um strákinn á hlaupabrettinu. ;) Til hamingju með íbúðina!
Marta, 29.7.2007 kl. 11:54
Þú trónir á toppnum yfir flottustu karlmenn landsins - skil strákgreyið vel að hafa gleymt sér
Þín innri gleði og fegurð í bland við gullfallegt yfirborðið er auðvitað ómótstæðilegt. Haltu áfram að deila hamingju þinni með okkur - það smitar út frá sér!
Til lukku með íbúðina!
knús
kbh
Katrín (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:52
Í KÓPAVOGI!
Ertu ekki að grínast elsku kallinn minn?
Til hamingju með íbúðina, þetta verður skemmtilegt: Gulli að innrétta hreiður sem er ekki til skamms tíma.
Hlakka til að koma í heismókn.
Sverrir Páll Erlendsson, 1.8.2007 kl. 07:57
Til hamingju með þetta allt saman.
Ljúfa (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 00:49
Það er alltaf jafn yndislegt að lesa færslur frá þér
Get ekki að því gert en það birtir yfir deginum þegar og gott ef ég er ekki með bros á andlitinu næsta hálftímann eftir að hafa kíkt á síðuna til þín. Hafðu það gott og skemmtu þér fallega um helgina.
Magidapokus, 8.8.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.