Veður

Sunnudagar eru í uppáhaldi hjá mér, það er eitthvað svo þægilegt að vakna þessa daga. Skipulagning vikunnar, klára verkefni, fá sér kaffi, taka eina góða æfingu í ræktinni, símtöl og fjölskylda, vinir og hangs. Eftir æfingu í morgun var ég mættu á b5 um leið og opnaði, fékk mér kaffi og hef verið að lesa síðan þá. Hef spjallað við vini mína í Svíþjóð, Finnlandi, Spáni og Hollandi. Það er æðislegt veður alls staðar, fólk er ýmist úti að klippa rósirnar sínar, liggur á teppi í almenningsgarði eða um það bil að fara halda upp á óvænt afmæli vina sinna. Ég er í Bankastrætinu, það er rigning og grátt yfir að líta. Helmingur fólks sem gengur göturnar eru ferðamenn, hinn helmingurinn eru skiptinemar.

Hingað hafa margir mætt, allir fá sér eitt glas áður en haldið er lengra. Ég er búinn að vera jafn lengi og stelpan sem mætti í fyrsta skipti í vinnuna í morgun. Við erum orðin málkunnug, enda var ég hér einn með henni í tvo tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Hey Pollý! Hér á Vestfjörðum hef ég verið að bauka við að slá grasið og snyrta beðin aðeins fyrir grillveislun sem verður í kvöldsólinni í kvöld. Ég er ekki frá því að ég sé með smá brúnkuskil. Annars settum við kýrnar út fyrir viku og þær mjólka sem aldrei fyrr.  Ekki satt?

Anna Sigga, 25.3.2007 kl. 18:33

2 identicon

Ég kem með á B5 næst....var of upptekin við að hanga á náttbuxunum heima að drekka bjór og horfa á sjónvarpið. Sunnudagar eru fínir til þess auk þess að leika við nágrannana. Hvaða dagar eru betri enn sunnudagar :)

Anna Vala (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 10:50

3 identicon

Vantar þig ennþá símann hjá Florian?? Ég á svoleiðis

Ási (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 10:09

4 Smámynd: Marta

Já ég elska sunnudaga þegar maður er í fríi og ekki þunnur... hmmm... ekki algengt. ;)

Marta, 28.3.2007 kl. 21:37

5 identicon

Ég varð soldið sár þegar þú hringdir heim til mín og vildir tala við manninn minn en ekki mig!

En þetta var hreinlega einum of fyndið atvik.

Nú veistu hvar við búum og getur fengið þér bíltúr í heimsókn ;)

kv. Erla

Erla (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:35

6 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 1.4.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband