Pollýanna

Ég varð vonsvikinn með lífið í gær, samt leið mér ekki illa. Það er mjög sjaldan sem ég geri mér væntingar um fólk eða geri mér væntingar um það hvernig aðrir koma fram við mig. Þannig verð ég aldrei vonsvikinn. Samt lá ég í rúminu mínu í gærkvöldi, horfði á hvítmálað loftið í rökkrinu og áttaði mig á því að þessi tilfinning væri vonbrigði með lífið. Samt voru þar engar væntingar sem voru brostnar. Ég þarf því að gera eitt af tvennu, fara að gera mér oftar væntingar og takast á við timburmenn þeirra væntinga eða hreinlega að sættast við lífið og lifa með lífinu. Ég er samt ekki blúsaður eða leiður, langt frá því. Pollýanna er aldrei leið.

Gærdagurinn var svo þægur og stilltur, innihaldsríkur og gefandi. Við hjónin þrifum íbúðina eins og oft vill verða fyrir helgi, rétt aðeins og svo var farið til frumsýningar á nýjum jeppa hjá Ingvari Helgasyni, Sushilestina í Lækjargötu og svo komið heim. Símtöl fram eftir kvöldi, heimildarvinna fyrir ritgerð og svo upp í rúm fljótlega eftir miðnætti. Í morgun teygði ég mig í bók þegar augun opnuðust og las uppí áður en ég fór fram úr. Fljótlega fór ég að hræra í eitt brauð og á meðan það bakaðist tók ég fram yfirstrikunarpenna og las skemmtilega skýrslu um tilgátu þess efnis að kosningahegðun kvenna breyttist samfara breytingum á þjóðfélaginu. Þetta er ótrúlega skemmtileg skýrsla eftir Inglehart, mæli með henni. Þegar sambýliskonan vaknaði svo beið hennar ekki bara ilmur nýbakaðs brauðs heldur líka skýrsla sem að fjallar um launamun kynjana á vinnumarkaði og hvernig breytingar hafa verið hér á Íslandi í þeim efnum. Já, konur og brauð í morgunmat í Kópavoginum.

Varð hugsað til íslenskra slökkviliðs og sjúkraflutningamanna sem er í Ástralíu að keppa á heimsmeistaramóti með starfsfélögum sínum. Þeir sem hafa áhuga á leikunum geta skoðað heimasíðuna: http://www.2007wpfg.com.au


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...

Helga Sigurrós (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 02:43

2 identicon

mátt endilega senda mér skýrsluna ef þú átt hana á tölvutæku, svo minni ég á að þú skuldar mér enn bananabrauð - kannski þú bjóðir mér bara upp á það á leiðinni til Minneapolis?

Silja (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband