Miðvikudagur, 21. mars 2007
Viðskiptavinir takið eftir!
Ég hef verið að berjast við sjö ára gamla fartölvuna mína sem er á síðustu metrunum. Ég keypti mér loks nýja tölvu í dag og hún reyndist verða Epli. Ég er svakalega ánægður með hana, sérstaklega í ljósi þess að núna eru liðnir tveir tímar frá því ég fékk hana í hendur en hún er nú þegar farin að spjalla við mig, taka af mér myndir við skemmtileg tækifæri og hefur náð að bjarga ritgerð sem var í heljargreipum í þeirri gömlu. Önnur ritgerð verður líklega komin á framfæri þessarar nýju silfraðar tölvu um helgina. Það er gott að eiga Epli, klárlega.
Þessi vika hefur verið furðuleg. Á mánudaginn kom eftirfarandi tilkynning í hátalarakerfi Lauga: "Viðskiptavinir takið eftir: Guðlaugur Kristmundsson er vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram í afgreiðslu". Í gær mætti pósturinn með ábyrgðarbréf sem að sögn bréfberans væri kaupsamningur sem ég einn mætti taka á móti. Þar sem ég var ekki heima til þess að taka á móti bréfinu og ég þóttist ekki heyra tilkynninguna í Laugum, velti ég því helst fyrir mér hvort að ég eigi mér leyndan aðdáanda sem vill ná athygli minni og núna síðast með því að kaupa með mér draumaíbúðina.
Kaldhæðni vikunnar er að ég fór í klippingu í gær, þó það væru ekki nema tvær vikur síðan ég og Britney Spears fengum okkur sömu hárgreiðslu. Ég þurfti því ekkert að greiða fyrir klippinguna, en ég hitti gott fólk og fékk nammi frá klippara sem var nýkominn, syngjandi frá London.
Athugasemdir
Hey, kúl!
Ég var einu sinni kölluð upp í Laugum og þóttist ekki heyra neitt heldur. Við erum snillingar.
Sæunn (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 17:30
hehehehehehehehheeh... vá eruð þið ekki að grínast... ég myndi rétta upp hendina og öskra "ÞAÐ ER ÉG!!" væri svo viss að það væri eitthvað merkilegt... er svo forvitin! ég er meiri að segja að tryllast mig langar svo að vita afhverju það var verið að kalla þig upp.. hehehehe.
annað.. þú veist að ég er meira en til í útileigu.. alltaf... þó ég sé ekki hommi ;) samt pant ég pant ég pant ég!!
koss frá india
-hlé
-hlé (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.