Í Þorskafirði

ÞorskafjörðurÉg var í gargandi stemningu síðasta sumar í Þorskafirði, þar sem meðfylgjandi mynd er tekin. Núna þegar það fer að vora og í framhaldrinu fer sumarið að koma, fer ég að hugsa til þess að það verður að fara skipuleggja næstu útilegu. Þessi umtalaða útilega var æðisleg. Við vorum átta hommar sem tókum okkur saman í tvo bíla og keyrðum bara út úr bænum. Við vissum ekkert hvert við ætluðum en enduðum í Þorskafirði á Vestfjörðum. Það var eini staðurinn þá helgina sem ekkert rigndi.

Ég og Ásgeir sáum að sjálfsögðu um innkaup og almenna skipulagningu. Ég var yfir matarbirgðum og eldun en Ásgeir var yfir fjármálum og kostnaði. Á meðan ég grillaði 12 stórar sneiðar af grísasneiðum þá gekk freyðivinsflaskan á milli manna sem drukkin var á stút. Kjötsneiðarnar voru svo stórar að við urðum að borða í hollum. Með kjötinu voru 3 tegundir af sósum, ferskt salat, majonesusalat, grillkartöflur, kartöflusalat og eitthvað fleira. Á eftir vorum við með sykurpúða, kókosbollur, kaffi, kakó, vískí og Stroh.

Á þessari tveggja daga ferð okkar náðum við að fara í tvær sundlaugar og stoppa í æðislega krúttlegum söluskálum með góðu útýni. Við sátum í heitum potti og spjölluðum við aðra ferðamenn og hittum mæður vina okkar. Þetta var fullkomið. Ég auglýsi hér með eftir skipulagsnefnd í næstu útilegu.

E.s. fyrir þá sem hafa átt erfitt með að skrifa álit og athugasemdir á blogskrifin mín geta hæglega gert það héðan af. Ég hlakka til þess að sjá ykkur öll kvitta fyrir komuni á síðuna, en það hvetur mig enn frekar til skrifta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almennilegt núna. Ég er til í útilegu með rommi!

sif (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitsrigningarkvitt. Skrifa meira..skipun úr undirdjúpunum hahaha

Ólafur fannberg, 20.3.2007 kl. 16:42

3 identicon

jájájájájá ég vil vera memm í nefnd! en ég vil sjá um frístundir, leiki og afþreyingu í þetta skipti.

Ásgeir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 17:56

4 identicon

Ég les reglulega! Kvitta! :D

Alma (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 22:17

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Kvitt

Brynja Hjaltadóttir, 21.3.2007 kl. 00:23

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég er að segja þér það...ég var gestur númer 5000 á þessari síðu

Brynja Hjaltadóttir, 21.3.2007 kl. 00:24

7 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Mikið er ég ánægður að það hafi verið svo almennileg manneskja sem fær þann heiður að vera gestur númer 5000 hjá mér! Velkomin Brynja mín.

Guðlaugur Kristmundsson, 21.3.2007 kl. 13:03

8 identicon

 Kvitt kvitt.

Ásta Sóllilja (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:11

9 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Ha ha, er það vegna hæfileika minna til skipulagningar og matreiðslu? Annars hljómar það mjöög... vel....

Guðlaugur Kristmundsson, 22.3.2007 kl. 10:52

10 identicon

Hver er Ásta Sóllilja ??? Er það sú eina sanna Karlsdóttir eða...

Sigrún (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 19:50

11 identicon

man sko vel eftir þessari ferð. Hún var æði. Pétur.

Pétur (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband