Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Staða vinnumanns er laus til umsóknar
Frá og með föstudeginum mun ég gerast bóndi á býli foreldra minna í Þjórsárdal. Litlu systkinin mín sjá núna að mestu um daglegan rekstur á býlinu. Ég hlakka til að komast í sveitina. Ég ætla að fara um leið og ég hef klárað fyrirlestra í Háskólanum þessa vikuna.
Ég er því að auglýsa eftir kynvilltum og myndarlegum vinnumanni til þess að aðstoða við búskapinn. Þjálfun fer fram á staðnum og laun eru greidd með fæði og húsnæði, eins og forðum. Hægt er að sækja um í álitskerfinu hér fyrir neðan.
Úr Kópavogsborg er það að frétta að undirritaður er fárlasinn heima hjá sér að reyna losna við hita. Það er eins og ég sé orðinn 12 ára, finnst allt vont og hef ekki lyst á neinu, ekki einu sinni sælgæti. Í gærkvöldi kom nágranninn okkar, lögreglan á efri hæðinni, í heimsókn. Við buðum honum upp á bjór og KitKat. En fljótlega eftir að hann kom fórum við að æfa Cha Cha Cha sporin eins og þau eru kennd á Dirty Dancing disknum. Hliðar saman hliðar undir ljúfum fallegum tónum þegar klukkan er að verða tvö að nóttu.
Nóttinni var svo lokið með Gyðu Sól og Fóstbræðrum, held að átökin eftir hláturinn hafi gert útslagið og aukið hitastigið. Má ómögulega vera að því að blogga meira, búinn að stelast í sturtu og skola af mér svitann, taka aðeins til en ætla að sofna núna yfir Heilsubælinu þó það sé miður dagur. Maður má allt þegar maður er með hita. Ekki allir sammála?
Athugasemdir
Hæ sæti. Vona að þú sért nú búinn að jafna þig á hitanum í dag og á leiðinni í sveitina. Langaði bara að henda inn kveðju og ef þú lendir í flugi til Asíu þá er ég komin með íbúð sem þú ert velkominn að gista í.....
Ástarkveðjur Stefanía
Stefanía (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 10:59
bíddu til hvers að þekkja lækna ef maður notar sér það ekki á svona ögurstundum ;)
Láttu þér batna...
Jakob
jakob (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 15:02
góða ferð i sveitina
Ólafur fannberg, 7.3.2007 kl. 01:04
Jakob, næst þegar sú ögurstund kemur að það verður Cha Cha Cha kennsla heima hjá mér að miðri nóttu, þá skal ég hringja í þig.
Guðlaugur Kristmundsson, 7.3.2007 kl. 14:12
Miss you baby... fyrirgefðu mér svikin þegar ég var á Suðurlandinu síðasr, það var bara eitthvað brjálað stress og gleymdi að afboða mig. Svei svei Anna Sigga!
Anna Sigga, 13.3.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.