Mánudagur, 26. febrúar 2007
Daður
Þið sáuð rétt sem voruð heima á föstudagskvöldið og horfðuð á beina útsendingu úr Vetrargarðinum. Þar var ég að styðja Jógvan í forláta bol með rauðum ermum og áletrunni: Færeyski folinn. Það var svakalega gaman hjá mér þetta kvöld og ég naut hverrar einustu mínutu. Ég hafði aldrei horft á þáttinn áður og vissi því nákvæmlega ekkert út á hvað þetta gekk. Skemmtunin var þvílík að ég er alvarlega að velta því fyrir mér að fara aftur, kannski ætti ég að vinna við sjónvarp, fannst umgjörðin svo skemmtileg. Kynnirinn var skemmtilegur, lang skemmtilegastur í hléi, þegar það voru auglýsingar sýndar heima í stofu.
Annars var ég að vinna um helgina á árshátíð hjá frekra stóru og verðmætu fyrirtæki. Það var svakalega gaman hjá mér, líklega heldur skemmtilegra hjá mér en almennum veislugesti. Lítið vissi ég að kvöldið átti eftir að verða betra. Þegar ég er að dunda mér við að gera eitt borðanna smekklegt og hirða af því tóm glós og annan búnað, snýr einn gæinn sér að mér og spyr mig hvar hann finni klósettið. Þar sem það var nokkuð hávært, beygði ég mig örlítið niður til þess að geta leiðbeint honum hvernig hann bæri sig að og benti honum leiðina. Þegar leiðbeiningum mínum er lokið snýr hann sér að mér og spyr hvort að það sé nokkur von á því að ég eigi leið þangað eitthvað á næstunni.
Mér þótti svo vænt um þetta daður, en þar sem gæinn var hvorki í markaðshóp, né hugsanlegum varamannabekk, þá tjáði ég honum að við starfsfólkið hefðum okkar eigið prívat hér á bak við, þar sem við fengum að bjóða sjálf á klósettið. En sjálfsáltið mitt reis upp um þrjár hæðir.
Athugasemdir
innlitskvittun
Ólafur fannberg, 27.2.2007 kl. 12:58
klósettboð segiru ? Áfengisneysla í þessum boðum er kominn útúr öllu korti !!!
hvað er þetta annars með klósett og fola sem eru í markhópnum ? Er það ekki alltaf lítið pláss til athafna ???
Toilet Boy (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:30
Ég vona að við hittumst eitthvað þar sem ég er á suður helmingi landsins....
Anna Sigga, 27.2.2007 kl. 13:54
Ég bilast, veistu nokkuð hvað hann heitir!
Sif
sif (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 07:30
Nei, ekki hugmynd um hvað hann heitir. En mér þótti vænt um daðrið. Þið voruð líklega svipað hress á svipuðum tíma á þessari árshátíð
Guðlaugur Kristmundsson, 28.2.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.