Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Björgvin
Það rignir í Björgvin, alla morgna og öll kvöld. Það er helst á daginn sem það stytti upp þar um síðustu helgi. Ráðstefnuhaldarar sögðu mér að ástæða rigningarinnar ætti ekkert skylt með því að þar hittust á þriðja tug Norræns fólk sem ekki er gagnkynhneigt (heteronormatívt). Maður er alltaf öruggastur á því að vera ekkert að telja upp neinar skilgreiningar því lesbía vill kannski ekki láta skilgreina sig sem slíka og tvíkynhneigð fangar kannski ekki alveg það sem skilgreinir eina persónu. Þegar allt er á botninn hvolft þá erum við bara að tala um persónur.
En það var rigningin sem ég ætlaði að segja ykkur frá. Níutíu daga tímabili í Björgvin var nefnilega nýlokið þegar við mættum þangað á fimmtudag í síðustu viku. Það rignir að meðaltali 200 daga á ári í þessari frændborg okkar í Vestur-Noregi. Skór og yfirhafnir eru alltaf blautar, götur eru rakar en niðurföllum er smekklega og skynsamlega raðað út um alla borg. Þeir eru klárir frændur okkar og þeir búa í fallegri og smekklegri borg, þó þar búi ekki fleiri en 300.000. Þeir voru öfundsverðir að þessari stemningu sem þeir áttu, svo mikil menning, svo mikið eitthvað samfélagslegt sem þeir bjuggu að. Fallegar byggingar, torg og einfaldar samgöngur. Einfaldur hlutur eins og bjóða upp á stand sem maður stingur regnhlífinni sinni í þegar maður gengur inn í verslun eða kaffihús er smekklegt og samfélagslegt. Að sama skapi er það samfélagslegt að taka af manni yfirhafnir og poka og geyma þær þegar maður mætir í verslunarmiðstöð í Kraká, Póllandi, þar sem allir þurfa að klæða sig vel. Á Íslandi eru ekki almenningsamgöngur, bílastæði, smekkleg torg eða hönnun borgarinnar þannig að hægt sé að njóta fegurðar þegar gengið er um borgina. Nema ég sé kannski orðinn firrtur íslensku samfélagi, samt borgaði ég 800 krónur fyrir stakan Burger King hamborgara í Bergen og fannst það lítið mál.
Annars var herbergi Íslendinganna vinsælt á ráðstefnunni. Við buðum upp á íslenska drykki og íslenska kojustemningu. Við kenndum íslensk orð og vorum dugleg að upphefja íslenska siði. Hátindur ferðarinnar var án efa þegar íslenski hópurinn endurflutti Gleðibankann í sinni eigin útfærslu í tilefni þess að það eru 21 ár síðan Ísland fyrst tók þátt í Eurovision og þá í Bergen. Skemmtileg tilviljun að Eiríkur hinn norski hafi svo unnið keppnina heima, en ég túlkaði einmitt framlag hans í Bergen hér áður fyrr á ógleymanlegan hátt, á sama stað.
Athugasemdir
Tilviljun? I don´t think so... vá þetta er magnað, 21 ár, í Bergen, Eiki enn á leiðinni í Juró, nei þetta eru örlög.
Flott stemmning sem maður kemst í... afhverju einbeita íslendingar sér bara ekki að því að bæta samfélagið í stað þess að einblýna á eyðileggingar á náttúru og niðuleggingu landbúnaðar. Við gætum kannski selt polla og snjógalla á götum úti. Boðið upp á snjóþottuferð um borgina. Verið með svona þurrk og hitaklefa hjá salernum borgarinnar.
Hlakka til að hitta þig um helgina, Gullið mitt
Anna Sigga, 21.2.2007 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.