Pottþétt systkini

SystkininÞessi fáranlega mynd hér til hliðar er af eldra setti systkinahópsins sem ég tilheyri. Tilefnið var hin árlega afhending möndluverðlauna, óvenjulega formlegt enda afhendingin haldin í janúar.

Ég var með þessari systur minni á leið til Reykjavíkur á sunnudagskvöld úr sveitinni. Vegna þess að loftnetið á bílnum mínum er brotið náum við ekki almennilegu útvarpi og þurftum að leita að geisladiskum á gamla heimilinu okkar. Við fundum safndiskinn Pottþétt 97 með furðulegustu og skemmtanamestu lögum sem ég hef lengi hlustað á. Ef ég væri gleggri á tónlist gæti ég sagt ykkur hvað þetta hét allt saman sem við hlustuðum á. En margt af því voru lög sem við dönsuðum í Stjörnusal Félagsheimilisins á Flúðum þegar það var diskótek í Flúðaskóla. Í dag fer fram dönskukenla í þessum sal. Gott að fólk man enn hvernig á að skemmta sér.

Á Selfossi var rifjað upp á keppni sem við systkinin kepptum reglulega í hér áður fyr. En keppnin felst í því að kaupa tvo mjög þykka mjólkurhristinga sem eru svo sognir með röri. Sá vinnur sem á udan klárar. Þessu fylgir höfuðverkur, magakuldi, þurrar varir og þurrt munnhol. Sá sem virkilega leggur sig fram líður eins og það séu sogblettir innan á munni og koki eftir átökin.

En keppnina vann ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehe

Ólafur fannberg, 15.2.2007 kl. 06:47

2 Smámynd: Anna Sigga

Til hamingju með sigurinn.... ég er svo rík að eiga einmitt nokkra svona geilsadiska með þessu eðal efni sem tjúttað var við á Flúðaskólaárum, við stelpurnar höfum stundum tekið uppá því að spila þessa diska á ferðinni á Polo, svona þegar lífga á verulega uppá stemmninguna

Anna Sigga, 15.2.2007 kl. 13:25

3 identicon

þið eruð svo mikil yndi

sakn sakn

freyja (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:03

4 Smámynd: Guðrún Ásta

Já þú ert alltaf samur við þig og ótrúlega skemmtilegt að lesa bloggið þitt. Áfram þú !

Guðrún Ásta, 22.2.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband