Föstudagur, 9. febrúar 2007
Ég lagði grunn að skrímsli
Barnsleg spenna heltekur mig allan þessa dagana. Mér líður líkt og ég hafi drukkið of mikið kaffi, mér er hlýtt að innan og hjartsláttur er óreglulegur. Ofan á allt þetta bætist strengir eftir lyftingar í Laugum klukkan hálf sjö að morgni og Rope Yoga í Garðabæ að kvöldi. Báðar æfingar eru gerðar með samstarfsfreyjum, báðar snillingar. Ég hef aldrei verið eins einbeittur og nálægur hugsunum mínum og tilfinningum en þegar ég lá á bundinn á bakinu og gerði æfingar í Garðabæ með fimmtugum konum í Rope Yoga. Fannst þetta meiriháttar, þarf að fara aftur.
Barnsleg spenna tengist utanför minni til Bóheima (dregið af Björgvin, þýtt af Bergen, samanber Þrándheimar) í Noregi. Þar ætla Norrænir STK (skammstöfun fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og kynskiptra) stúdentar að hittast og ráða ráðum sínum. Fundurinn er á vegum ANSO, norræna samtaka okkar sem var hugarfóstur mitt og hjálpði við að koma því á koppinn. Nú eru samtökin orðin það stór að það nær til allra Norrænu ríkjanna utan Grænlands og fundir eru orðnir mjög reglulegir með stuttu millibili. Ég mun því fara til Oslóar á miðvikudag eða fimmtudag þar sem för minni verður haldið áfram til Bergen. Næturlíf Oslóar verður svo skoðað á sunnudagskvöld.
Athugasemdir
Þú ert svo buissy og lifir svo spennandi lífi, duglegi drengur.... líf þitt minnir á e-n þátt, kannski blöndu af sex & the City og queer as folk ;)
Anna Sigga, 9.2.2007 kl. 13:57
ooo, en gaman - hver þeirra væri ég?
Guðlaugur Kristmundsson, 9.2.2007 kl. 14:30
hæ hæ
Eg er lentur... thad er ogedslega kalt..... mæli sterklega med fødurlandi og ullasokkum!!!! hlakka til ad sja thig... mig grunar sterklega ad vid seum ad fara a snjothotur i Boheimi
Asgeir Helgi (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 12:51
veit nú ekki alveg hvernig ég kann við titilinn á þessari færslu :O
Ásta Ósk (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 22:35
Þú átt að taka titlinum vel. Enda er það meint á mjög góðan hátt.
Guðlaugur Kristmundsson, 12.2.2007 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.