Árshátíð samsteypunnar

IMG_0219Ég held að það hafi verið í september á síðasta ári sem ég fór fyrsta að hlakka til þess að fara mæta á árshátíð hjá samsteypunni sem ég vinn hjá, ef ég hlakkaði ekki bara strax til í lok þeirrar síðustu. Hátíðin var að þessu sinni öll hin glæsilegasta en það var samstarfsfólk og skemmtiatriði sem gerðu kvöldið ógleymanlegt, matnum hefði mátt sleppa.

Kvöldið byrjaði með því að við vorum nokkur lausráðin sem hittumst á undan í smá rólegri stemningu heima hjá einni flugfreyjunni þar sem opnaðar voru nokkrar flöskur, svo fólk væri nú komið í gír þegar það mætti til fordrykkjar á hátíðinni sjálfri. Ég hafði leigt mér smóking í tilefni kvöldsins, enda er ég hættur að passa í nokkurn hlut eftir að ég hrapaði niður um þrjú númer í jakkafötum, eða úr 52 í 46. Mér fannst ég stórglæsilegur í þessum klæðnaði með svarta slaufu og linda, en það fannst eiginlega öllum öðrum líka.

Undir borðhaldi voru skemmtiatriði frá Stelpunum, Íslenska dansflokknum, Stórsveit Reykjavíkur, Páli Óskari, Þórunni Lárusdóttur og Agli Ólafssyni. Eftirrétt var rétt lokið þegar ég bauð varaformanni flugfreyjufélagsins upp í dans. Við vorum ekki lengi að vera með fyrstu pörunum út á gólfið en á þeim stað var ég næstum alla næstu þrjá tíma. Ég hef ekki töluna á fjöldanum á þeim flugfreyjum sem ég dansaði við undir hljómum Stórsveitarinnar og söng Þórunnar og Palla, en þær voru ófáar. Ég sveiflaði þeim svo mikið að smókingurinn minn var farinn að blotna í gegn af svita, en þetta var bara byrjunin, því svo fóru karlmenn að bjóða mér upp í dans. Og það engir af verri kantinum, þetta voru gæjar sem kunnu almennilega samkvæmisdansa og höfðu meiri kunnáttu en hliðar saman hliðar. Einn þeirra stóð algjörlega upp úr, enda bauð hann mér fjórum sinnum á gólfið og ég honum einu sinni. Í eitt skiptið leiddi hann mig frá öðrum enda salarins að dansgólfinu þar sem við tókum upp hald og stór radíus í kringum okkur fibaðist sjónin að sjá tvo karlmenn taka upp hald, en hann hélt uppteknum hætti alveg þangað til hann sveiflaði mér aftur á bak, tvisvar í röð - en þá var fólk farið að pískra þónokkuð. Þeirri lotu lukum við svo á því að vanga, ótrúlega eftirminnilegt.

Að kvöldi loknu þakkaði ég samstarfskonu minni, eiginkonu hans, kærlega vel fyrir lánið á kappanum og ég vona hreinlega að hún muni mæta með hann að ári í árshátíðina til þess að við getum báðir skemmt okkur konunglega á dansgólfinu. Sambýliskonu þótti ég vera glaður yfir skrítnum hlut þegar ég var að reyna lýsa því fyrir henni hversu stórkostleg upplifun þetta væri. Sjálfri nefnilega þætti henni ekkert skemmtilegt við það að fara skyndilega að dansa við konu i samkvæmisdansi. En ef hún hefði dansað samkvæmisdans við konu frá þriggja ára aldri og fær svo loks að dansa samkvæmisdans við karlmann, tuttugu árum seinna, þá er það bara eitthvað svo æðisleg tilfinning.

Meðfylgjandi er mynd af mér og deitinu mínu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

flott par...

Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 08:31

2 Smámynd: Anna Sigga

Vá... sætu sætu sætu..... mikið eru myndarlegur Gullið mitt

Anna Sigga, 5.2.2007 kl. 12:26

3 identicon

Bara snilld....Gulli er líka enna að syngja New York New York.....hann syngur ekki betur enn ég samt....

Anna Vala (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 00:30

4 identicon

Mikið rosalega er þetta hugguleg stúlka við hlið þér Gulli. Og ég verð að gefa þér það að smókingurinn klæðir þig vel. Legg til að þú mætir í honum til NY.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 11:19

5 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Iss, þú hefðir átt að sjá manninn sem ég nældi mér í til þess að dansa og vanga við! Hann var nú mjög heppilega útlítandi...

Annars hef ég þrjár kenningar um það hvers vegna stór hluti fólks fylgdist með okkur dansa:

  1. Við kunnum báðir að dansa samkvæmisdansa
  2. Við erum báðir svo myndarlegir
  3. Við erum báðir karlmenn
Líklega er það örlítið af öllu saman..

Spurning samt um að taka hann með til NY, átt þú smóking til þess að vera í stíl við mig Gísli? Ætlaru kannski að dansa við mig?

Guðlaugur Kristmundsson, 6.2.2007 kl. 16:41

6 Smámynd: Anna Sigga

Vava vú va!! Gulli, Gulli, Gulli!!

Anna Sigga, 6.2.2007 kl. 17:08

7 identicon

Hmmm, ég var nú í samkvæmisdönsum í tíu ár. Það var fyrir nokkrum árum (og nokkrum kílóum) Vona að þú bjóðir mér samt ekki í dans í NY. Hefði frekar kosið að dansa við þessa yngismey.  En ef það er í boði þá gætum við alveg tekið sporið. Við skulum ekki útiloka neitt fyrirfram.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 17:41

8 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Það er eiginlega spurning um að fara staðfesta þessa New York ferð Gísli minn svo ég fái að taka einn vangadans með þér og við í smóking, helst undir Frank Sinatra...

Guðlaugur Kristmundsson, 13.2.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband