Dittungar og ástand

2006-05-07 Ferming Heiðrúnar 023Mamma mín átti afmæli í gær. Í tilefni þess vafði hún kjúklingabringum inn í grísafitu (bacon). Ég er ánægður með að mamma mín skuli af tillitsemi við mig hafa ákveðið að afmælismaturinn hennar yrði samsettur af fæðutegundum sem eru ekki í uppáhaldi hjá mér þegar hún vissi að ég kæmi ekki í mat. Venjulega fæ ég nautakjöt, lítið eða miðlungssteikt, ef til vill hefur hún lítið átt af birgðum enda hef ég verið óvenjulega iðinn við að fara í sveitina eftir að ég hætti að ráfa um landganga Leifsstöðvar. Annars megið þið sjá eldra settið af mæðgunum í fjölskyldunni minni á myndinni hér til hliðar. Held að þetta sé bara besta myndin sem ég á af þeim, því þær standa nokkuð kjurar og haga sér nokkuð vel.

Er annars að átta mig á því að 22 eininga nám í HÍ er meira en ég hef hingað til tekið að mér, vil því biðja alla þá sem hafa verið að hringja í mig undanfarið og ég ekki svarað afsökunar. Hringið eftir miðjan maí, sendið tölvupóst eða fylgist með frekari upplýsingum hér.

Ég er með eindæmum smámunasamur á mörgum sviðum og hef ótrúlegustu dittunga um ýmsa hluti. Til dæmis finnst mér afar mikilvægt að sem flestir bankareikningar standi á heilu þúsundi. Þess vegna finnst mér ný þjónsta Glitnis um að eiga afganginn upp að næsta þúsundi einstaklega áhugaverður kostur, það myndi allavega spara mér vinnuna við að leiðrétta og stemma upphæðir á reikningunum sjálfur.

Var annars að læra og undirbúa mig undir tíma í gær. Þurfti að vafra og leita á netinu til þess að finna mér nánari upplýsingar um málefni í texta sem ég skildi ekki. Af einstakri heppni rakst ég á umræðuvef sem vakti áhuga minn. Það var kannski ekki umræðan sjálf sem að heillaði mig heldur þessi hér en í framhaldinu hef ég séð fram á brýna þörf að læra frönsku. Mig vantar því einhverja kennslu í þeim fræðum.

Í öðrum fréttu er að sambýlingurinn er komin með inflúensuna. Það er mjög gaman að verða vitni að þessum hamförum og þá er ég ekki að tala um veikindi hennar, heldur hvað hún er dugleg að elda sér mat. Hér er búið að steikja fisk, sjóða fisk, steikja hamborgara og baka brauð. Ég hef sjálfur ekkert verið heima en matarlystin hjá Önnu rýkur upp við aukin hita og þörfin hjá henni við að þrifa dempast niður á móti. Það eru því mikil viðbrigði hér í Kópavogsborg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

  Takk fyri að laga myndina, sæti... afar áhugavert umræðu efni á þessum spjallvef -blikk, blikk-

  Til hamingju með mömmu þína

Anna Sigga, 25.1.2007 kl. 13:51

2 identicon

Hey maður verður að borða hr brauð.is

 sambýlingurinn hefur talað

Anna Vala (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband