Færsluflokkur: Bloggar

Litlu jólin

IMG_0028Ég fór heim í sveitina í kvöld, svona í einhverri aðgerð minni til þess að reyna upplifa jólin. Allt var gert á annan veg í þetta skiptið. Ég fór austur að kvöldi en fer venjulega eldsnemma á aðfangadagsmorgun. Ég var með allri fjölskyldunni minni í bíl sem farþegi en ferðast venjulega einn, í eigin bíl. Venjulega hlusta ég á sömu jólalögin, í sömu röð. Í þetta skiptið var hlustað á endalausan fréttaflutning um vatnavexti og úrkomu, heyrðist varla jólatónn. Þegar heim var komið var snæddur grjónagrautur í kvöldmat, sem hefur venjulega verið snæddur á hádegi á aðfangadag. Ég hef aldrei áður eldað jólagrautinn og engin var mandlan í honum heldur. Það eina sem var óbreytt var að grauturinn var hnausþykkur og vel soðinn, út á hann fær tæpur líter af rjóma, ofan í fimm manns.

Ég fer svo í bæinn á morgun, eftir að hafa borðað hrossakjöt í hádegismat. Þegar maður er í sveitinni þá snýst nefnilega allt um mat. Þegar búið er að mjólka á morgnanna verður að borða. Svo eftir mjaltir á kvöldin verður að borða. Á milli máltíða á daginn er reynt að koma frá ýmsum verkum. Ryksuga kjallarann eða taka til í skúrnum. Svo skal borða. Áður en tekið er við að fá sér kaffi, brauð og sætabrauð þá verður að koma öðrum verkum frá.

Áður en litlar flugfreyjur eru sendar til Egilsstaða og þaðan til Póllands er nauðsynlegt að fá smá stemningu fyrir átinu sem mun eiga sér stað hér heima. Veitingastaðir verða örugglega lokaðir í þessu rammkaþólska landi, þess vegna mun það verða nestið sem ég smyr mér sjálfur sem verður jólamaturinn minn í ár.

Myndin sem fylgir er af mér jólin 2004. Stöðu minnar vegnar verður ekki tekin önnur slík mynd í ár.


Til Bahamas með veikan putta?

Fjör í Madríd Ég verð að brjóta þögnina, það ætla ekki fleiri að segja álit sitt á síðustu færslu. Ég get sagt ykkur frá því þegar ég fletti nögl af þumalputta á hægri hendi í Amsterdam, flaug samt heim. Það var vont, þegar ég var svo búinn að mæta í ársafmæli hjá frænda mínum og kominn heim, þá bara brotnaði ég niður og gat ekki meir. Ég var aleinn og áttaði mig eiginlega ekki á því hvað ég átti að gera þegar ég var að horfa á síðustu taugarnar í þumalputtanum halda dauðahaldi í það sem eftir var af nöglinni. Það eina sem mér datt í hug var að hringja í neyðarlínuna, þessi vinalega rödd ráðlagði mér, eftir að heyra mig lýsa raunum mínum, að best væri ef ég fengi systur mína til þess að færa mig upp á bráðamótuna í Fossvogi.

Ég er svo stoltur af heilbrigðiskerfinu okkar. Þrusustolltur, ég fékk flotta þjónustu. Ég fór á bráðamóttöku, fékk ráðgjöf í síma og beið innan við klukkutíma, fékk sætan danskan lækni og þrusu hýra hjúkku sem þreif og setti plástur á bágtið. Rúmar þrjú þusund krónur fyrir plástur, daður og klapp á bakið. Ég er ánægður með okkur!

Ég flaug með stóra áhöfn sem kom til landsins um daginn frá hollenska flugfélaginu Transavia. Þau ætluðu að vera hér á landi í eina nótt en ætluðu að fara svo áfram til Bahamas með starfsmenn af skemmtiferðaskipi til þess að vinna á nýju skipi. Þetta var skemmtileg áhöfn, ég hjálpaði þeim að skipuleggja ferð í Bláa Lónið, út að borða og annað sem var nauðsynlegt fyrir þau að upplifa á Íslandi á innan við sólarhring. Þau voru svo ánægð með mig, að þau buðu mér að koma með til Bahamas, daginn eftir. Ég fór frekar á slysó.

Myndin hér að ofan er tekin í Madríd í hommahverfinu á hápunkti kvöldsins. Fjögur þjóðerni homma og hækja áttu saman æðislega kvöldstund sem byrjaði á veitingastað en endaði að kaupa kókdós og súkkulaði af Kínverja á götum Madrídar. Myndin er tekin einhvern tímann í því ferli.


Fyrsta bloggfærslan á nýju bloggi

Sæl öll! Vonandi fylgið þið mér sem flest yfir á nýtt blogg. Ég er orðinn ansi þreyttur á því að reyna að blogga daglega en að blogger skuli gleypa færslurnar mínar jafnóðum.

Vonandi verður Morgunblaðið betri aðili í kringum bloggið mitt heldur en að bandaríska fyrirtækið blogger hefur verið hingað til. Að stafabili hafa glatast innsláttur sem jafnast á við mastersritgerð. Því miður.

Þeir sem vilja komast í gömul skrif geta smellt á gamla heimsborgarann, þar verður allt aðgengilegt áfram.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband