Tilviljanir

Þegar maður byrjar bæði blogg eftir svona langt hlé og með þessari fyrirsögn er best að koma strax fram með eina staðhæfingu; "Nei, ég er ekki hættur að blogga, en ég er hættur að trúa á tilviljanir".

Síðasta sumar fór ég sem oftast út á lífið í New York. Þegar ég var langt kominn með sólana á skónum mínum og búinn að prufukeyra þolinmæði stráksins sem var að dansa við mig, samþykkti ég að fara með honum í partý ásamt félögum hans. Það voru nokkrir gulir leigubílar sem keyrðu okkur á þann stað þar sem áætlað var að halda áfram með þetta einkapartý. Á móti okkur tóku tveir þjónar með tilbúna drykki í dásamlegri loftíbúð. Útsýnið yfir Manhattan var truflað og innréttingarnar voru óaðfinnanlegar. Allt var smart og þessi hópur drengja sem ég var mjög svo skyndilega kominn í partý með voru líka mjög fallegir. Á tímabili leið mér eins og það væri heimsmeistarakeppni í samræðuhæfni, því að vel fór á með öllum og ég lenti í skemmtilegum samræðum. En aldrei var rætt um vinnu. Aldrei bar slíkt fyrirbæri á góma. Þegar líða tók á kvöldið náði ég að ræða við strákinn sem dró mig í partýið og vildi fá frekari útskýringar á því hvaða hópur þetta væri. Þar fékk ég að vita að um væri að ræða hýra hópinn sem tók þátt í uppsetningu á vetrarbæklingi heimþekkts tískumerkis.

Í byrjun mars átti ég aftur leið um New York en hafði mælt með mót við vin vinar míns. Við fórum út á lífið, dönsuðum og hittum margt skemmtilegt fólk. Það voru hinsvegar þrír vinir sem ég hitti þetta kvöld sem að stóðu án efa upp. Ég komst að því að þeir unnu í fyrra allir saman hjá sama fyrirtæki, en höfðu allir hætt þar í vinnu vegna ágreinings við yfirmann. Núna væru þeir hinsvegar atvinnulausir. Mér brá svolítið þegar þeir tjáðu mér um það að þeir hefðu unnið hjá sama fyrirtæki og drengirnir sem ég hafði lent í partý sumarið áður. Ég spurði því hvort að þeir þekktu þá sem ég mundi hvað hétu. Þá ráku þeir upp stór augu og hlátur. "ARE YOU GULLI FROM ICELAND, WE DID HEAR ABOUT YOU!"

Í janúar var ég í París. Það hafði verið ákveðið að ég fengi gistingu hjá vini vinar míns. Ég var staddur í Brussel í góðu yfirlæti hjá frænku minni þegar ég sló á þráðinn til hans og velti því fyrir mér hvort að við myndum ekki mæla okkur mót daginn eftir í París. Því var vel tekið og ákveðið að hittast klukkan eitt á ákveðinni metróstöð. Ég fór snemma fór Brussel, enda vildi ég taka daginn snemma í París. Ég dröslaðist aðeins um bæinn með töskuna í eftirdragi en fannst það eitthvað lítið smart og dreif mig því upp á metrostöðina. Hún var nær mér en ég hafði að vona, enda var ég kominn þangað rétt um ellefu. Það voru því enn tveir tímar í stefnumótið. Ég svipaðist um og valdi eitt kaffihús af örugglega tíu svipuðum á þessu svæði. Ég settist þar niður, pantaði mér kaffi og las í bókina mína. Mjög fljótlega var allt brjálað að gera á þessu kaffihúsi, fólk kom og settist, kallaði, pantaði og borðaði, spjallaði og naut lífsins. Tungumálið var svo fallegt og fólk var svo rólegt. Þetta var í miðru viku og fólk þyrptist að úr öllum áttum til þess að næra sig líkamlega og andlega í þessari hringiðju. Ég hætti að veita öllu þessu fólki athygli, enda var morðgátan í bókinni orðin ansi spennandi.

Svo gerðist það. Allt í einu var eins og ég heyrði nákvmælega ekkert hljóð í kringum mig. Bara hljóðið þegar hurðin var opnuð, bjallan glumdi í enn eitt skiptið, en hljómurinn var ákveðnari og hreinni í þetta skiptið. Ég hætti að lesa, en leit ekki strax upp. Eftir örfá andartök leit ég upp úr bókinni og sá strákinn sem stóð í hurðinni sem gerði sig líklegan til þess að arka í áttina að borði hinum megin í kaffihúsinu. Ég sagði þá nokkuð hátt og ákveðið: "You must be Anthony" - hann leit við, brosti þessu fallega brosi, tók af sér gleraugun og svaraði: "Then you must be Gulli". Samtalið hélt áfram eins og við hefðum þekkst síðan við vorum í leikskóla. Anthony var rúmum klukkutíma of fljótur á stefnumótið og hann rambaði inn á kaffihúsið sem ég sat á.

Ég fer heim frá París á mánudegi. Ég nærri missi af vélinni, sem er önnur saga. En slaka á mínu öðru heimili sem tekur mig í þetta skiptið heim til Íslands, mig sem farþega. Um kvöldið ætlaði teiknimyndahöfundur sem gerir sögur um homma að halda fyrirlestur á Íslandi. Ég komst ekki þar sem ég hafði önnur plön. Rúmri viku síðar ákvað ég að senda þessum teiknimyndahöfundi tölvupóst eftir að hafa lesið heimasíðuna hans, þar sem ég lýsi því yfir hversu leiðinlegt að það hafi verið að missa af fyrirlestrinum hans, en ég hafi líka rekið augun í það að hann hafi verið í París á föstudagskvöldinu, en það hafi ég líka verið. Hugsaði ekki meira um það. Hvorugur hafði séð mynd af hinum.

Eftir þrjú eða fjögur tölvupóstsendingar á milli okkar ákvað hann að senda mér skannaðar myndir frá ferðinni sinni til Parísar og Reykjavíkur, en hann gerir dagbók í teiknimyndaformi. Ég fletti í gegnum þessar fallegu og skemmtilegu skissur og glósur sem hann hafði búið til um ferðina sína. Mér hinsvegar krossbrá þegar ég sá á síðu fjögur sem lýsti ferðinni hans frá París til Íslands. Þar var ég á miðri síðunni, mjög vel teiknaður og nákvæmlega í þeim fötum sem ég hafði ferðast í. Fyrir neðan myndina mína stóð: "The hot guy".

Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að koma orðum að því að ég væri sá maður í næsta tölvupósti.

Eftir þrjá tíma er ég að leggja í stað mína til Tælands. Ég ætla að vera þar að flatmaga í tvær vikur ásamt Magneu. Síðasta sunnudagskvöld gat ég ekki sofnað þó að þreytan væri ólýsanlega mikil. Ég náði aldrei að sofna nógu fast, því að eitthvað í hausnum á mér vakti mig upp: "Þú verður að hafa samband við Bas".

Bas er hollenskur vinur minn sem núna býr í Prag. Við höfum hist meðal annars þrisvar sinnum á Íslandi, ferðast mikið um hér innanlands, hists í Hollandi, farið saman til Parísar og Brussel, en einnig notið sólarinnar á Spáni og borðað saman löns í Boston.

Til þess að sofna þetta kvöld þarf ég að fara framúr rúminu og skrifa á bréf: "Hafa samband við Bas", enda er eitthvað um hálft ár síðan við almennilega töluðum saman. Daginn eftir rekst ég á þennan miða, hlæ, hef lítinn tíma en ákvað að senda honum tvær línur:

Hello Bas!
How are you? Im going to Thailand next Sunday. I hope you are well.
Stubbaknús
Þinn Gulli

Það leið ekki hálftími, þangað til að Bas var búinn að hringja á innsoginu... hann er að fara til Tælands næsta þriðjudag, í tværi vikur. Þið mynduð halda að þetta væri komið gott, en hvað með að þetta sé níunda ferðin hans og þetta er í fyrsta skipti sem að hann pantar stóran bíl til þess að keyra, þannig að hann geti tekið aukafólk með sér í ferðir?

Hvað ef ég bæti við aukatvisti við tilviljanir. Gefum okkur að Magnea, samferðakona mín, hafi unnið í Austurríki þegar hún var 16 ára á hóteli og kynnst þar fullt af fólki. Magnea sé nýbyrjuð á facebook og ákvað í sakleysi sínu að athuga hvort hún fyndi einhvern frá þeim tíma sem hún vann í Austurríki.

Hvað mynduð þið segja um það að besti vinur hennar á þeim tíma er hótelstjórinn á hótelinu við hliðina á hótelinu sem við erum að fara á í Tælandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

there´s no such thing as coincidence!

Anna Sigga, 26.4.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Já, ég segi bara það sama. Þetta er allt saman skipulagt löngu fyrirfram. Mannskepnan er bara svo ófullkomin að hún heldur ævinlega að lífið é óvissuferð. En taktu bara eftir því, Gulli minn, að það er nákvæmlega sama hvort þú reynir að skipuleggja og stjórna eða láta það alveg eiga sig - það gerist alltaf eitthvað.

Sverrir Páll Erlendsson, 27.4.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Anna Margrét Ólafsdóttir

Nei hættu nú! En ég þekki Bas - mannstu á Akureyri mmm það var gaman og Bas er skemmtilegur - knúsaðu hann frá mér og sjálfan þig í leiðinni....:-)

p.s. ég eignaðist barn um daginn sem þú ert ekki búinn að hitta

Anna Margrét Ólafsdóttir, 27.4.2008 kl. 21:43

4 identicon

Hahahahahahahahahahahahaha!

Ég trúi ekki á tilviljanir heldur. Enda vitum við báður ég og þú að tilviljanir eru ekki til í okkar lífi. Hlakka til að fá ykkur bæði heim, þó svo að þið séuð ný farin. Enjoy!!!

Þú vaktir mig með SMS:inu þínu í nótt. Nú get ég ekki sofnað aftur.......Ég fyrirgef þér samt þar sem mér þykir svo rosalega vænt um þig. Bið að heilsa ættingjum mínum! Eins gott að þeir sem unnu um borð á leið til Bangkok hafi EKKI verið sætari en ég........Nei annars....það er auðvitað ekki hægt!!!

Ingó (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 02:49

5 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Af okkur hjonunum er allt gott ad fretta.

Ingo; erum liklega buin ad finna pabba tinn og mommu lika. Vid skulum koma med mynd af teim... Tau gafu okkur ad borda herna i gaer og hlakkar mikid til ad sja myndir af ter. Tau voru med yndislegt eplate...

Hofum sjalf ekki fundid barnid sem vid viljum aettleida. Erum ad leita ad retta lukkinu...

Guðlaugur Kristmundsson, 29.4.2008 kl. 04:47

6 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

hallo! Eg er staddur i Bangkok. Tessi faersla er ritud a iPhone a kaffihusi. Eg kem heim a morgun. Bangkok er aedi, hun er klarlega hin nyja New York!

Guðlaugur Kristmundsson, 8.5.2008 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband