Snjókaka

Það er búið að vera viðburðarík vika hjá mér, að vísu ekki jafn viðburðarrík og allt síðasta ár, en ágæt samt. Ég er búinn að bera marga kassa, pakka niður og koma mörgu fyrir á nýjum stöðum. Búið að vera einkar skemmtilegt. Mér finnast svona hlutir skemmtilegir.

Svo er komið föstudagskvöld, ég er úrvinda heima hjá mér, kem mér samt ekki inn í rúm. Nokkur bréf sem þarf að klára, fara yfir bókhald, moppa gólf, tengja græjur og koma sér fyrir. Sem minnir mig á þvott sem bíður í þvottavélinni. En áðan þegar ég var um það bil að koma mér í rúmið, þá byrjaði að snjóa. Mikið rosalega var snjókoman falleg. Ég gat bara ekki hugsað mér að missa af þessari fallegu snjókomu þar sem stór snjókornin féllu ofurvarlega til jarðar, svo varlega að þau varla snertu jörðina þegar þau stöðvuðu ferð sína. Þetta minnti mig á það þegar hér var alvöru vetrarveður, fólk var inniloka í húsum sínum dögum saman, skóla var aflýst nokkra daga í röð og jafnvel rafmagnsleysi.

Til þess að halda sér vakandi bakaði ég köku. Það snjóaði allan tíman sem að það tók kökuna að bakast, kælast en einnig allan þann tíma sem það tók mig að smyrja kökuna kreminu. Ísköld mjólkin og nokkrar kökusneiðar halda mér vakandi núna, löngu eftir að hætt er að snjóa. Ég er kominn í slopp og lopasokka. Næst er það bókin sem fer með mér upp í sófa, sem vonandi verður síðasti viðkomustaður fyrir rúmið.

Velkomin aftur á bloggið mitt. Gaman að sjá ykkur aftur hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

vert ÞÚ velkominn aftur!! Ég er búin að vera hérna allann tímann :) Gleðilegt nýtt ár Gullið mitt... það varð e-ð lítið úr hittingi hjá okkur líkt og fyrri daginn. Mér lest á færslu þinni að þú sérst ánægður og það gleður mig (ef sú lesning mín er rétt)

 Verum í sambandi. Já og Tanja Ufer biður að heilsa þér ;)

Þín Anna Sigga

Anna Sigga, 12.1.2008 kl. 12:16

2 identicon

Elskan min...thetta er falleg faersla. Mikid myndir thu blogga fallega ef ad thu vaerir i Kenya.

Sakna thin ofurmikid ALLTAF

Anna Vala (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Anna Margrét Ólafsdóttir

Eeeeelsku Gulli!! gleðilegt nýtt ár!! Megi gleði og gæfa leggja þig í einelti árið 2008:-) luv

Anna Margrét Ólafsdóttir, 13.1.2008 kl. 13:12

4 identicon

Var þetta siffonsloppur?

Sigga systir (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

He he, nei þetta var ekki siffonsloppur. Hann er dökkblár með kínamynstri, fékk hann sem gjöf frá sambýlismanni, fyrrverandi sambýlismanni.

Guðlaugur Kristmundsson, 13.1.2008 kl. 15:43

6 identicon

Jeij! Jú ar bakk. Gaman að "sjá" þig aftur, haltu áfram að blogga

Sæunn (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 01:06

7 identicon

Takk fyrir að fljúga með mig frá Manchester fyrir jólin!  Ég kíki alltaf annað slagið á bloggið þitt - gaman að þú skulir vera kominn aftur

Palli Freyr (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:38

8 identicon

Gleðilegt nýtt ár, gaman að kíkja við hjá þér :0)

Anna Þóra (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:54

9 identicon

Gvuð hvað ég er glöð að "sjá" þig aftur

Eygló (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband